miðvikudagur, október 06, 2004

Jæja, þá er komið að því! Fyrsta bloggið jei!!! Blogg blogg blogg!! hahaha!!!!!

Í dag er annar dagurinn minn hér í Edinborg og ég er búin að læra ýmislegt. T.d það að hér þarf maður að eiga kreditkort ef maður vill komast í þráðlaust net á kaffihúsum...fjandans nísku skotar! ég á ekkert kreditkort!! Þannig að draumur minn um að finna skoskan Kaffibar þar sem ég get hangið allan daginn og sötrað bjór og bloggað er úti :(

En hvað um það...ferðin hingað gekk mjög vel fyrir utan smá eyrnaóþægindi í flugvélinni og fúlan rútubílstjóra. Edinborg er held ég bara fallegasta borg sem ég hef séð, endalausir kastalar og Harry Potter byggingar. Á kvöldin leggst svo mjög sérstök lykt yfir borgina, sem ég get ekki lýst betur en lykt af reyktri partýskinku með Dijon sinnepi...mmmm :) Ég spurði Stephen, mann frænku minnar, hvaða lykt þetta væri og hann sagði mér að þetta væri lyktin af því þegar þeir væru að brugga bjórinn...er ég í himnaríki eða hvað?? Ég fékk mjög fínt herbergi með stóru rúmi og risaskáp. Eftir að ég var búin að koma mér fyrir fór ég með Kollu frænku í smá göngutúr um hverfið.

1 Comments:

At 5:55 e.h., Blogger Elín said...

Hello Mr. President!

Ég hélt að Edinborg væri ljót borg, það er líklega út af því að Trainspotting gerist í Edinborg og þeir sýna náttúrulega bara slömmin...
Hvernig er svo grænmetismaturinn? ;) Þú verður að drekka nóg af bjór til að vega upp á móti megrandi áhrifum veganmataræðisins!
Vertu svo dugleg að blogga (segi ég, latasti bloggari ever...)

 

Skrifa ummæli

<< Home