föstudagur, október 08, 2004

Gleði gleði gleði!

Jibbí! Að sjalfsögðu tókst mér að næla mér í flensuna sem er að ganga, enda varla til betri leiðir til að kynnast heimönnum en að gleypa sýklana þeirra. Þetssi flensa hefur svo leitt til þess aðég get ekki byrjað að vinna og þar af leiðandi ekki kynnst fólki á mínum aldri sem svo aftur leiðir til þess að ég get ekki kannað pöbbana hér...argh!! ljóta ónæmiskerfi...en annars er ég nú búin að ná að gera svolítið. Fór um daginn niðrá aðalverslunargötuna hér, Princes Street (rétt skrifað) og leist bara ágætlega á hana, keypti mér að vísu ekkert en það verður bætt úr því fljótlega, það er bara svo erfitt að sjoppa þegar maður er með smábarn í kerru. En djöfull er það samt næs að búa svona hjá frændfólki, ég held að ég sé bara búin að eyða um 15 pundum síðan ég kom!! Reyndar er ég ekki búin að drekka neinn bjór en samt þetta er fjandi gott! Í gær fórum við svo og skoðuðum gamla bæinn. Fyrst þurftum við að labba upp að gamla kastalanum sem er hérna í miðbænum. Ég hélt ég myndi deyja! Af hverju er ekki hægt að byggja kastala á jafnsléttu?? En síðan lá leiðin niðrá Grassmarket sem er hverfið þar sem fólk var líflátið í gamla daga. Nú eru þar fullt af pínkulitlum, sjarmerandi búðum sem selja allt frá skotapilsum til indverskra slæðna. Ég ætla að kíkja þangað aftur þegar ég hressist. Annars hef ég voðalega lítið fengið að skoða mig um ein, en það hlýtur að lagast þegar þau átta sig á því að ég verð lengur en eina viku hjá þeim...vona það alla vega. En jæja, nú ætla ég að fara að horfa á skoskt sjónvarp. Það er ein stöð hérna sem er sviðuð Skjá 1, bara þættir :)

Fylgist með í næstu viku þegar Áslaug tekst á við kaffiþyrsta Skota...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home