mánudagur, október 24, 2005

Kona og barn

Ég er léleg kona. Akkúrat núna streyma þúsundir kvenna niður Laugaveginn, öskrandi "JAFNRÉTTI" og syngjandi Áfram stelpur, og hvar er ég? Ég er á Prikinu að þykjast skrifa ritgerð en er í rauninni að skrifa þetta blogg. Ég get ekki einu sinni þóst hafa áhuga á kröfugöngum, mér er illt í hálsinum og ég kann ekki textann við Áfram stelpur. Þess vegna er ég léleg kona...en skítt með það.

Það sem ég er hins vegar ekki léleg í, er að versla, onei. Ég var nefninlega í London þar sem ég verslaði af mér rassinn. Fjögur pör af skóm á sex dögum, ekki slakur árangur það! En ég gerði líka ýmislegt annað eins og það að fara á söfn, skoða Buckinghamhöll og skemma sakleysi Steina :D

Maður fær sjaldan jafn gott tækifæri til íhugunar og sjálfskoðunar eins og þegar maður ráfar einn um verslanagímöldin í London. Þar af leiðandi hef ég komist að ýmislegu um sjálfa mig:

1) Ég er haldin mjög undarlegu afbrigði af nostalgíu. Ég fæ ekki nostalgíuköst þegar ég hugsa um æsku mína eða menntaskólaár eins og flestir. Ég fæ alltaf brjáluð nostalgíuköst eftir gærkvöldinu. Leyfið mér að útskýra: Ef ég lendi í t.d. skemmtilegum félagskap eða skemmtilegu partýi verð ég alltaf brjálæðislega þunglynd daginn eftir yfir því að skemmtilega kvöldið sé búið og ég sannfæri sjálfa mig um að ég eigi aldrei eftir að skemmta mér svona vel aftur. Þar sem ég lendi nú frekar oft í því að skemmta mér vel fæ ég þessi köst nokkuð oft, en sem betur fer endast þau yfirleitt ekki mjög lengi.

2) Mér er gjörsamlega ómögulegt að small-talka. Ég kann það bara ekki. Eftir hefðbundnu spurningarnar "hvernig hefurðu það?" og "hvernig gengur í skólanum/vinnunni/lífinu?" er ég bara gjörsamlega hugmyndasnauð. Þannig að ef ég virka fúl eða merkileg með mig er það bara vegna þess að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að segja næst.

3) Þið vitið hvernig fræga fólkið hefur oft mjög sérstakt matarræði? Borðar bara appelsínugulan mat eða sjálfdauða ávexti? Ég hef sætt mig við það að ég fylgi líka mjög sértsöku matarræði, ég borða bara heitan mat. Annað finnst mér ekki vera matur. Skyr , ávextir, brauð....oj bara!

4) Ég er fífl. Ok kannski ekki fífl en alla vega kjáni.

Ég veit ekki alveg hvort þessi naflaskoðun hefur gert mig að betri manneskju að einhverju leyti eða hvort ég eigi bara að reyna að eignast líf.....hmmm á einhver líf á lausu?

Að lokum koma þó gleðifréttir. Hún Lea eignaðist litla rauðku þann 22. október! Mér finnst það nú fulllangt gengið til þess að koma í veg fyrir að kærastinn manns spili á tónleikum að eignast barn, en engu að síður óska ég þeim innilega til hamingju!!

2 Comments:

At 12:46 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

"Nefninlega"???! WRONG! málfræðifasistinn ég...ég meina, að mínu viti :Þ

 
At 12:54 e.h., Blogger Herra Forseti said...

oh shut up!

 

Skrifa ummæli

<< Home