ljóð
Ég rakst á þetta fallega ljóð eftir Charles Bukowski í vinnunni í dag, verst að síðan þá er ég búin að vera me "Manchester, England, England" úr hárinu á heilanum ( Claude Hooper Bukowski/Finds that it's groovy/To hide in a movie...) En hvað um það, hér kemur ljóðið:
Hvernig maður verður mikill rithöfundur
Þú verður að serða fjölda kvenna
fagurra kvenna
og yrkja nokkur siðsöm ástarljóð
og hafðu ekki áhyggjur af aldrinum
og/eða ferskum ungskáldum
drekktu bara meiri bjór
meiri og meiri bjór
og farðu á kappreiðarnar að minnsta kosti einu sinni
í viku
og reyndu, ef það er mögulegt
að vinna.
það er erfitt að læra að sigra-
hvaða auli sem er kann að tapa.
og ekki gleyma Brahms
og Bach og
bjórnum.
ekki ofkeyra þig.
sofðu fram til hádegis.
reyndu að forðast greiðslukortin
og borga eitthvað
á réttum tíma.
mundu, að í þessum heimi
er ekki til það rassgat
sem er meira en 50 dollara virði
(árið 1977).
og ef þú hefur hæfileikann til að elska
elskaðu sjálfan þig fyrst
en gleymdu aldrei möguleikanum
á hinum algera ósigri
hvort sem ástæðan fyrir honum
virðist rétt eða röng.
og það þarf ekki að vera slæmt að kynnast dauðanum snemma
þú átt að forðast kirkjur og bari og söfn,
og vera þolinmóður eins og
köngulóin-
það sleppur enginn undan tímanum,
og
útlegðinni
ósigrinum
svikunum
öllu því dóti
haltu þig við bjórinn
bjór er trygglynt blóð
trygglyndur elskhugi
fáðu þér stóra ritvél
og meðan fótatökin glymja
fyrir utan gluggann
sláðu hana
sláðu hana fast
og gerðu þetta að miklum bardaga
gerðu þetta að nauti sem ryðst áfram
og mundu eftir gömlu hundunum
sem börðust svo vel:
Hemingway, Celine, Dostojevski; Hamsun.
ef þú heldur að þeir hafi ekki brjálast
í þröngum herbergjum
eins og þú ert að gera núna
án kvenna
án matar
án vonar
þá ertu ekki reiðubúinn.
drekktu meiri bjór
%
4 Comments:
Ég veit ekki af hverju, en mig langar allt í einu í bjór.
Bjór bjór bjór!!!
Ég hef lengi haldið því fram að bjór sé allra meina bót :D
Ég er MJÖG sammála síðustu þremur ræðumönnum :)
Skrifa ummæli
<< Home