miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Jæja..jájá...einmitt...hmm...fyndið þegar maður skrifar svona sjaldan að þá er líklegast fullt af hlutum búnir að gerast á milli blogga en samt man maður aldrei neitt...ó jú!!! Ég fór á mesta snilldarstað ever með Sibbu, Andra og Áslaugu frænku (hún kom sko í heimsókn). Þetta er indverskur veitingastaður mjög snyrtilegur og næs, mjög ódýr og maður fær fullt af góðum mat og það sem best er...BYOB eða bring your own booze!!! Hversu mikil snilld!!! Í staðinn fyrir að eyða fullt fullt af pening í dýrt veitingahúsavín þá fer maður bara út í næstu sjoppu, kaupir sér kippu á 500 kall og taka með sér. Ef maður þarf að bíða eftir borði getur maður bara farið á barinn við hliðiná, keypt sér drykk og tekið hann svo með sér yfir þegar borð losnar...magnað! Verst að þetta myndi aldrei ganga á Íslandi, fólk myndi bara koma og kaupa sér franskar og drekka svo bara allan daginn... En já, Áslaug frænka kom í heimsókn og var í átta daga. Ég var reyndar að vinna allan tímann sem við vorum í bænum þannig að það var lítið um djamm. Um helgina fórum við upp í skosku hálöndin. Það var gaman. Frekar líkt Íslandinu góða nema bara miklu fleiri tré...mér finnst tré spúkí...Fyrstu nóttina gistum við hjá ógeðslega næs bændahjónum sem reka svona B&B uppí fjöllum. Þau buðu okkur bara inn í stofu í te og svona. Manni leið bara eins og maður væri kominn til afa og ömmu...mjög fínt. Seinni nóttina gistum við svo í svona mini kastala sem var 200 ára gamall. Það var fínt en ekki alveg jafn næs samt. En nú er ég búin að sjá allt það markverðasta á Skotlandi, Loch Ness, Rob Roy safnið, kastalann þar sem Highlander var tekinn upp, William Wallace minnismerkið og endalausa aðra kastala...úff, Skotar voru kastalabrjálaðir! En síðast en ekki síst þá fórum við til smábæjarins St. Andrews þar sem enski draumaprinsinn William er að læra. Undarlegt samt, ég var þarna í alveg tvo tíma, án þess að sjá hann og án þess að hann bæði mig um að giftast sér!! Frekar lélegt tourist attraction það!! Ég er svona hálfnuð með að kaupa jólagjafirnar sem mér finnst bara nokkuð gott miðað við mig...og svo á ég ammli á sunnudaginn!!!!!!!!!!!!!! JEI!!!!!!!!!!!! og ég fæ leynigest í heimsókn!!!!!!!!! eða reyndar bara Ragga en maður getur ekki alltaf fengið allt :( djók!! hahahah ég er svo fyndin...en mér tókst nú samt að skrifa ágætlega mikið...jamm...ok

2 Comments:

At 12:31 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ 'Aslaug!
Til hamingju með afmælið!
Pakki á leiðinni!
BETA

 
At 1:32 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju

palli

 

Skrifa ummæli

<< Home