þriðjudagur, október 12, 2004

and back to the real world...

hmm...hvar á ég að byrja?
Partý: Partýið var ágætt, svona týpískt partý þar sem maður þekkir engan og þarf því að gera sér far um það að virka eðlileg, mannelskandi, opin týpa...fleh. Ég var ein af þeim fyrstu sem mætti og fyrsti klukkutíminn var soldið akward. Hitti samt íslenska stelpu sem er au pair hérna og heitir Auður. Hah! það er sama hvert ég fer, alltaf finn ég Auði. Hún er voða fín, svona ofboðslega sweet og naíf sveitastelpa (enda frá Akureyri, sem ég hef heyrt að sé einhvers staðar lengst út á landi!) En bjórunum fjölgaði með klukkutímunum og brátt var ég komin í hrókasamræður við norskan þungarokkara og tvær írskar kellingar um eitthvað sem ég get bara ekki með nokkru móti munað hvað var ;) Svo var klukkan orðin hálf þrjú og mín farin að hugsa sér til hreyfings í bæinn...en onei! hérna eru allir svo siðmenntaðir að allir staðir loka klukkan 3! Þá var nú ekki mikið annað að gera nema að fara heim. Ég var samt svo heppin að fá far með pakistönskum kærasta hinnar íslensku stelpunnar sem ég kynntist. Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn bílhrædd!! Það er eins og enginn hafi sagt þeim að maður eigi að keyra hægra megin á veginum! En annars þessi stelpa...fjúff. Þeir sem sáu hana Áslaugu frænku mína á sínu versta skeiði vita hvað ég á við. Hún er appelsínugul af ljósabekkjum, alltaf á háum hælum, með brjóstin upp á bringu og eins og hún hafi málað á sig einhvers konar afríska stríðsgrímu. En hvað um það, ég ætla að hitta þær og kíkja á pöbbana á morgun. Það er gott að hafa einhvern að tala við... ;)

Vinna: Fyrsti dagurinn í dag. Mjög týpískur fyrsti vinnudagur. Maður er alltaf eins og auli, og ekki bætir það úr skák þegar frændfólk manns er búið að ljúga því að yfirmönnunum að maður hafi hálfpartinn rekið Gráa köttinn heima á Íslandi...þau voru eitthvað aaaaðeins að misskilja mig. En þetta leiddi til þess að í vinnunni í dag þá vildi eiginlega enginn sýna mér neitt vegna þess að þau gerðu ráð fyrir því að ég kynni þetta allt. Auðvitað kann ég eitthvað,en það er bara allt flóknara þegar það er á öðru tungumáli og með skrýtnum peningum. Góðu fréttirnar eru samt þær að yfirmaðurinn minn er að hugsa um að hækka mig í tign og gera mig að shift leader, sem er basicly vaktstjóri. Það þýðir að ég fæ hærri laun en þessi skíta 4.85 pund á tímann sem ég er að fá núna...haha að ég kann ekkert að vera yfirmaður og höndla peninga og svona...en það lærist kannski.

En talandi um peninga...og þar af leiðandi shopping, þá hef ég afrekað það á einni viku að kaupa mér þrjú pör af skóm, hvert öðru fallegra!! En nú er ég reyndar búin að setja sjálfa mig í skóbúðabann, sem er reyndar ekki nógu gott því það er ekki mikið af flottum fatabúðum hérna...eða kannski er ég bara ekki að fíla tískuna í dag. Það eru nú líka fullt af verslunum sem ég á eftir að kanna....hahah happy times!!!


6 Comments:

At 3:36 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

aha, uhum einmitt góð hugmynd að trasha einhvern sem gæti orðið vinur þinn í útlendri stórborg.

 
At 11:36 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Áslaug mín þú hefur alltaf verið dálið svona ég er öðruvísi , t.d í skólanum þínum allar stelpurnar voru að fíla píkupopp þá varst þú og vinkonur þínar að fíla blur ofl :) ( ef þú skilur ekki samhengið sem ég held að þú gerir ekki þá er það útaf þú sagðir "ég fíla ekki tískuna í dag" ) Sjáumst um jóin,, Palli

 
At 12:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já það er þó gott að þú getir talað við einhvern! ;) En það kostar 56.400 að fljúga til þín í vetrarfríinu mínu! Hvaða bull!?

 
At 12:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

gleymdi nafni, afsakið. En ég finn vonandi einhverja leið til að kíkja til þín! ;) Kv. Björg

 
At 5:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

°hahahahahhaha

 
At 6:29 e.h., Blogger gudrunst said...

Vá ekki bara lítið land heldur lítill heimur. Þessi Auður úr partýinu er Auður uppáhaldsfrænka og vinkona Elínar vinkonu minnar!

 

Skrifa ummæli

<< Home