sunnudagur, október 24, 2004

Úff, vá langt síðan ég hef bloggað! Sorry öllsömul, ég veit að þið hafið beðið með öndina í hálsinum eða the duck in the throat eins og við segjum hér í útlandinu.
Hmmm...hvað er að frétta? Ég eyði flestum dögum í vinnunni núna, einhver vitleysingur gerði mig að yfirmanni (Jei!) þannig að ég þarf fullt að vinna OG bera ábyrgð! Kreisí.... Annars er vinnan bara ágæt, soldið heilalaus og færibandaleg en fólkið sem ég er að vinna með er fínt. Arman vinnur á morgnana og er geðveikt næs. Hann er hálf írakskur, hálf ítalskur skoti og kjaftar út í eitt, sem er fínt af því að þá þarf ég ekki að hugsa upp eitthvað til að segja ;) Svo er Monika sem er tékknesk. Hún er þrifnaðaróð og talar mjög litla ensku, í staðinn kýs hún að tjá sig frekar með hljóðum, sem er mjög fyndið. Thomas er tveir metrar á hæð, ljóshærður og sterklega byggður. Hann er líka Frakki og talar með fáranlega high-pitched inspector Clouseu hreim...ég hélt að hann væri að grínast fyrst þegar hann opnaði munninn, og hló kurteisislega, en svo fattaði ég að aumingja maðurinn talar bara svona... :D Rob er yfirmaður minn. Hann er fínn, bara soldið stressaður. Þetta eru þeir sem ég vinn mest með, svo er eitthvað annað fólk sem vinnur þarna líka...

Annars er ég voða lítið búin að gera nema versla smá (jakka) og drekka smá (bjór). Annars er Björg systir mín að koma eftir tvær vikur. Það verður gaman. Við ætlum að fara og skoða alla túristastaðina saman, ég hef nefninlega ekki gert neitt af því. Um leið og Björg er farin heim ætla Kolla og Stefán að fara í fimm daga til Barcelona, þannig að ég verð ein í húsinu!!! Partý partý!!!! Og svo kemur Áslaug frænka í viku og svo á ég ammli og svo kem ég heim og svo koma jólin.... þannig að allt er bara á uppleið :)

3 Comments:

At 4:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gaman að vinna með soldið skrautlegu fólki ;) En hlakka til að sjá þig! kv . Björg

 
At 3:35 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra frá þér 'Aslaug mín og gott að allt gangi vel!
BETA

 
At 8:56 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

Oxymoron fyrir þér, smá-bjór, býst ég við

 

Skrifa ummæli

<< Home