föstudagur, nóvember 12, 2004

Helvítis internet!!!

Búið að vera endalaust vesen. Stefán er að reyna að deila nettengingunni á milli talvanna okkar en það gengur ekki neitt, þannig að ég hef ekkert komist á netið í lengri tíma. Og ég get auðvitað ekki farið á kaffihús með tölvuna mína því ég á ekki kreditkort...ég sakna elsku tæknivædda Íslands. Skotar hafa ekki hugmynd um hvernig hlutir eins og internet tengingar og gemsasamband virka! Annars var síðasta vika frábær. Björg systir kom í heimsókn og við brölluðum ýmislegt saman. Við fórum t.d. að skoða kastalann og í draugagöngu. Í draugagöngunni er farið með mann um gamla bæinn og manni sagðar sögur um lífið og tilveruna í edinborg fyrir hundruðum ára, hvernig nornir voru drepnar (settar í tunnu með nöglum og rúllað niður brekku, aftur og aftur) og hvernig fólk var hengt (stundum gekk það illa, ein kona lifði í 60 ár eftir að hún var hengd). Annað slagið hoppa svo einhverjir grímuklæddir lúðar fram úr húsasundum og reyna að hræða mann. Ég var sko ekkert hrædd!! (í alvöru!!) Svo fórum við líka aðeins að versla...bara pínu...ég þarf örugglega að fara með svona 4 ferðatöskur heim!!!! Ég braut sjálfskipaða útlegð mín frá skóbúðum og keypti mér skó...og aðra. Eitt parið er reyndar bara svona sængurskór og þeir eru yndislegir! Mér tókst samt einhvern vegin að eyðileggja á mér fæturna með öllu þessu labbi. Ristin á mér er geðveikt aum og alveg stokkbólgin. Mér var bannað að koma í vinnuna á morgun eftir að hafa haltrað þar um í tvo daga. Þannig að ég ætla bara að liggja upp í sófa og horfa á eitthvað af þessu endalausa DVD sem ég er búin að kaupa. Það er samt soldið erfitt að kaupa DVD hérna því það er sama hvað maður finnur það ódýrt, þá er bókað að maður finnur það ódýrara einhvers staðar annars staðar!! Mikið moral dilema. Ég er líka búin að fara alveg fáranlega mikið í bíó síðustu vikuna eða alls fjórum sinnum á fimm dögum! Nokkuð gott bara :) Ég og Björg fórum að sjá The Grudge eftir draugagönguna (alveg ágæt bara) Bridget Jones The Edge of Reason daginn eftir (meira af því sama en mjög skemmtileg) og Finding Neverland daginn þar á eftir (oh my god Johnny Depp!!!!!) svo daginn eftir að Björg fór fór ég með Sibbu og Andra kærastanum hennar á Bad Santa (snilld) Held ég taki samt smá breik frá bíóferðum í bili. Maður fær samt alveg fáránlega stórt popp og kók ef maður biður um venjulegt, og þeir selja pulsur í bíó! Ég hef samt ekki ennþá safnað kjarki til að prófa þær. Ef þær líkjast hamborgurunum (risa kjötbolla í brauði) eitthvað þá held ég að ég sleppi því. Áslaug frænka kemur svo í næstu viku. Ég spái miklu djammi. Hef samt ekki ennþá fundið góðan stað til að djamma...verð að redda því. Fór um daginn á pöbbinn með stelpu úr vinnunni. Það var geðveikt gaman en hún er samt að fara heim til Ástralíu á laugardaginn. Týpískt! Glasgow gaurinn sem var að byrja í vinnunni er líka hættur því hann ákvað að fara til Malasíu í fimm vikur, þannig að von mín um að pikka upp hreiminn frá honum er fokin út í veður og vind. Týpískt! Jólahelvítið á kaffihúsinu byrjar 15 nóv. Ég er alveg að drepast úr spenningi....NOT!!!

1 Comments:

At 7:47 e.h., Blogger Elín said...

Alltaf sama stuðið á þér, haaaa...
Fór einmitt í bíó um daginn og sá The Forgotten. Hún er KRAPP.
Langar að sjá The Grudge, gott að vita að hún er ekki krapp.
Raggi gisti hjá okkur Atla um daginn. Það var FÝLA af honum, hann getur staðfest það sjálfur...
Góða lukku í jólahelvítinu.

 

Skrifa ummæli

<< Home