þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Matur

Af hverju er matur orðinn að svona mikilli þráhyggju hjá heiminum? Hann getur valdið samviskubiti, verið leið til að hafa stjórn á sér eða öðrum, valdið heilsukvillum ofl. Ætli flestir eyði ekki góðum parti úr hverjum degi í að hugsa um mat og, sérstaklega kannski stelpur , í það að hafa áhyggjur af honum. Hver kannast ekki við það að vera með samviskubit yfir því að hafa borðað of mikið og hugsa: "ég borða þá bara ógeðslega lítið á morgun"? Anorexía, búlimía og matarfíkn eru allt þekktir sjúkdómar og nú er sífellt að færast í vöxt fyrirbrigði sem kallast "Attention eaters". Þetta eru sem sagt konur (yfirleitt) sem hætta algerlega að borða í einhvern tíma til þess að fá sínu framgengt t.d. mamma vill ekki leyfa mér að fara á tónleika þannig að ég hætti að borða í 3 daga til þess að refsa henni. Þetta eru náttúrulega bara ýkt frekjuköst. Það er fáránlegt að hlutur sem á bara að gegna því hlutverki að halda manni á lífi sé farinn að stjórna lífi fólks út um allan heim. Hvað er næst? Fer fólk að halda niðri í sér andanum til þess að ná stjórn á lífi sínu eða til þess að refsa öðrum?

Mér finnst leiðinlegt að standa í launaveseni...

4 Comments:

At 9:20 f.h., Blogger Ofurrauðkan said...

Þetta blogg særði mig. Nú ætla ég ekki að borða neitt nema ávexti og grænmeti og brauð og kjöt í þrjá daga!

 
At 9:20 f.h., Blogger Ofurrauðkan said...

og OST

 
At 3:27 e.h., Blogger Herra Forseti said...

Ostur gerir þig feita!!!!

 
At 9:05 f.h., Blogger Ofurrauðkan said...

OSTUR !!!!!!!!!!!!

(ekki fara til útlanda)

 

Skrifa ummæli

<< Home