sunnudagur, apríl 30, 2006

Tæknivandræði

Jæja þá er það loksins búið (vonandi), linkalistinn mættur hress og kátur. En til hvers? Núna er blogg ekki lengur heitt, neeeei, það er jafn kalt og ponsjó, jafnvel kaldara. Núna er það bara myspace sem blívar. Ég á ekki myspace síðu og var búin að taka þá ákvörðun að fá mér ekki svoleiðis. En ég er farin að finna fyrir þrýstingi tískubylgjunnar "koddu á myspace þar er allt svala fólkið" segir hún og ég held svei mér þá að það fara að líða að því að ég geri mér svona síðu. Ég er nú einu sinni komin með minnsirkus síðu. En hvað á svo eftir að gerast um leið og ég er komin með svona myspace dót? Jú myspace dettur úr tísku og eitthvað annað æði hellist yfir allt svala fólkið. Hvernig á maður að geta haldið í við þetta?

Ég elska sumardjömm sem fara meira í það að vera úti að príla og syngja heldur en að kúldrast á einhverjum sveittum skemmtistöðum. Gleðilegt sumar!

8 Comments:

At 3:55 e.h., Blogger a.tinstar said...

ekki gera thad, koddu a sumardjamm. kannski i gardinn minn.;..;?

 
At 6:52 e.h., Blogger Steini said...

Eins og þú veist er ég rosalega trendí og heitur gaur. Þrátt fyrir það er ég ekki á myspace (eða varla). Það er vegna þess að mér finnst skemmtilegra að skrifa blogg en að reyna að láta myspace-prófílinn minn vera geðveikt hipp og kúl.

 
At 1:07 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

Sumardjamm!

 
At 1:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mig lángar í ís með heitri súkkulaðisósu.

 
At 9:24 e.h., Blogger a.tinstar said...

and then what.....?

 
At 4:54 e.h., Blogger Herra Forseti said...

Sammála öllum. Fokk myspace og áfram sumardjamm!!!

 
At 12:01 e.h., Blogger a.tinstar said...

ertu líka að segja fokk blogspot.com?

 
At 5:31 e.h., Blogger a.tinstar said...

húff! hóst! hóst! rykið hérna! hóst! hóst!.....

 

Skrifa ummæli

<< Home