miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Veivei

Jess! Ég get bloggað aftur. Sem er frábært af því að akkúrat núna á ég að vera að taka til í herberginu mínu. Ég ætla bara að blogga í staðinn. Þeir sem hafa komið heim til mín vita að ég bý í skáp. Í gær fékk ég skáp inn í skápinn minn. Ég æpti af gleði (eða öllu heldur umlaði svona "æði" í áttina að pabba) og hófst strax handa við að rífa öll fötin mín úr ógeðslegu kommóðunni sem ég er búin að vera með. Svo nennti ég ekki meir og skildi eftir mannhæðarháan fatastafla á miðju gólfi sem ég þarf að klöngrast yfir til að komast í rúmið mitt. Það er ekkert smá erfitt að byrja að taka til þegar ALLT er svona í rúst. Æj ég geri þetta á eftir.

Mér finnst ekkert sniðugt að ráða svona stundakennara. Þeir vita ekkert hvernig háskólinn gengur fyrir sig, leggja fyrir asnaleg próf, tala of hratt, kunna ekki að nota glærur og hafa tíma í verkefnavikunni. Það er ekkert hægt að stunda skólann við svona kringumstæður. Og þess vegna geri ég það ekki. Eh...humm.

Ég er aftur orðin húsgagn á Bergþórugötunni. Þægilegt þegar fólk lætur íbúðir bara ganga hringinn í vinahópnum.

3 Comments:

At 5:31 e.h., Blogger Rauðhetta said...

þú ert með vinalegri húsgögnunum á bergþórunni og safnar ekki ryki, það er líka klausa um þig í leigusamningnum svo að þú losnar ekki við þessa íbúð eða íbúa hennar á næstunni :)

 
At 2:02 f.h., Blogger Herra Forseti said...

Vero Moda á einmitt alla mína peninga.

Takk Inga fyrir vinsamleg ummæli. Ég fer ýkt oft í bað og safna því ekki ryki.

 
At 4:57 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir ánægilegt blogg. Við þekkumst ekki. Þú býrð greinilega við stórfengleg vandamál en ég tel þig samt lúkkunar pamfíl af því að þú býrð í Reykjavík og meira að segja á Bergþórugötu. Pælum aðeins í því. Þinghóltin, hýra hverfi mitt.

 

Skrifa ummæli

<< Home