miðvikudagur, desember 14, 2005

Fjandmaður fólksins

Erkióvinur minn er kominn aftur.
Hann er gamall, lítill karl í rauðum flauelsfötum sem hefur aðsetur sitt á Gráa kettinum. Þegar ég mæti í vinnuna glottir hann plastglottinu sínu og býst til að gera daginn minn ömurlegan. Þegar einhver grunlaus viðskiptavinur ýtir við honum byrjar hann að skaka sig eins og fimm dollara hóra og rekur upp skaðræðisöskur eins og stunginn krakkfíkill á milli þess sem hann gaular um það hvað jólin séu frábær. Ég reyti hár mitt af pirringi.

Rokksveinki, þessi bær er ekki nógu stór fyrir okkur bæði.

8 Comments:

At 11:51 e.h., Blogger [Davíð K. Gestsson] said...

Vá...ég hélt fyrst að þú værir að tala um fríkaða dverginn úr Twin Peaks.

 
At 1:38 f.h., Blogger Herra Forseti said...

Hehehe nei, en þeir eru samt ekkert svo ólíkir...

 
At 10:46 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hei Slaugur!
"Common Santa, it´s christmas time.
Common Santa, it´s christmas tima, you know the jingle bells are ringing, it´s christmas time, yeeeah !!!! " ....og svo AFTUR "common Santa...."

múhahaha ! ! !

Your secret x-mas nemesis

 
At 2:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Áslaug. Ég samhryggist þér innilega, því ég man... ójá ég man...
aftur og aftur og aftur" commmon santa blablabla..." og aftur og aftur! Yeeah!

 
At 2:56 e.h., Blogger Herra Forseti said...

Argh!! Ég er ekki einu sinni hólpin fyrir þessu lagi í netheimum!!

damn you all!!!!

 
At 9:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæbb skvís!
Ég er alltaf að skoða síðuna hjá Eygló og rakst á þína síðu þar:) Gaman að lesa hjá þér - góður penni.

Knús,
Dísa www.blog.central.is/disan

 
At 7:21 e.h., Blogger [Davíð K. Gestsson] said...

Æ hvaða hvaða. Vélrænir mjaðmahnykkir, rautt flauel og óhljóð. Þetta er uppskrift að góðri kvöldstund ef þið spyrjið mig.

 
At 2:50 e.h., Blogger yanmaneee said...

golden goose sneakers
paul george shoes
hermes birkin
pandora
birkin bag
golden goose sneakers
yeezy shoes
moncler
yeezy boost
supreme hoodie

 

Skrifa ummæli

<< Home