jólin, jólin alls staðar.....
Bíllinn sem var sími er ekki lengur meðal vor. Bless Automatron, ég mun ávallt sakna þín....Í staðinn erum við komin með plebbabíl dauðans. Hvítan Toyota Landcruiser. Hvítan!!!!! Með 6 diska geislaspilara!!!! Hvað í andskotanum hef ég að gera með 6 diska spilara í bílnum?? Mér líður alltaf eins og fávita þegar ég er að keyra um á honum. Ef þið sjáið mig á hvíta ferlíkinu vinsamlegast ekki hlægja og benda, ég veit ég er plebbi.
Ég hef tekið ákvörðun. Ég ætla ekki að fara til Flórída um jólin. Jamm ég verð ein heima. Aaaalein!! Mamma lætur samt eins og hún sé að fara að skilja ósjálfbjarga barn eftir. Ég held að hún haldi að ég eigi eftir að sitja ein, skítug og vannærð í myrkrinu af því að ég kann ekki að þrífa mig, borða eða kveikja ljósin. Ég býst fastlega við því að hún skilji eftir leiðbeiningar um það hvernig þvottavélin virkar og hvernig ég eigi að panta pítsu svo ég svelti ekki....Ég hef meiri áhyggjur af því að ég eigi eftir að drepast úr ofáti eftir öll boðin hjá ættingjunum sem mamma er búin að plata til þess að bjóða mér í mat.
Fyndið samt hvað þessi ákvörðun mín hefur vakið sterk viðbrögð hjá fólki. Annað hvort er fólk alveg "you go girlfriend!!!" (samt ekki, af því að vinir mínir eru raunverulegt fólk) eða þá að fólk er alveg " ertu vangefin??? hvað er að þér fíflið þitt???!!!" Gaman hvað fólk getur æst sig yfir jólunum mínum :)
Hver vill gefa mér pening???
4 Comments:
Mikið rosalega er ég glöð að hafa þig hér hjá okkur um Jólin, þér á örugglega ekki eftir að leiðast og ef þú byrjar að finna fyrir þeirri tilfinningu tekuru upp tólið:)
Og svo eru það náttlega áramótin sem maður má aldrei missa af, sérstaklega ekki þegar maður getur haldið partý:)
XXX
ekki hlæja að mér... mínus g
málfræðifasistinn
og bla bla voða gaman að hafa þig um jólin og eitthvað...en kanntu örugglega að bjarga þér sjálf? ég er viss um að þú átt eftir að svelta í hel af því þú fattar ekki hvernig lásinn á útidyrahurðinni virkar eða eitthvað...
mf
takk málfræðifasisti, en einlægt og fallegt...
Skrifa ummæli
<< Home