þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Bara venjulegur dagur

Jæja þá er ég aftur orðin venjuleg. Eða kannski ekki alveg, ég er náttúrulega orðin 23 ára. Mér finnst ég samt ekkert stærri eða vitrari. Kannski tekur það smá tíma fyrir viskuna að koma fram. Á föstudaginn verð ég orðin vitrari en Einstein.

Í gær fékk ég margar gjafir. Ég fékk fallegan bol, fallega bók, fallegan pening og mikið af fallegu rauvíni sem á einhvern skringilegan hátt var horfið þegar ég vaknaði með undarlegan hausverk í morgun. (Ég gruna Auði)

Í kvöld sat ég svo hjá afa mínum sem er orðinn soldið gleyminn. Hann var mikið í því allt kvöldið að reyna að fá mig til að hössla Gunna frænda og var alltaf jafn hissa þegar ég útskýrði fyrir honum að við værum frændsystkini og gætum því ekki hösslast. Þá varð hann ýkt leiður. Sorry afi minn, sifjaspell er bara ekki alveg minn tebolli.

Þetta er áhugavert: http://www.heptune.com/farts.html

2 Comments:

At 5:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið í gær elskan :) !! Sorrý hvað ég er sein!!

 
At 5:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

og......já, Jack White er víst sexý, sérstaklega í Doorbell myndbandinu.

 

Skrifa ummæli

<< Home