þriðjudagur, janúar 24, 2006

Ég á svo bágt!

Ef einhver á meira bágt í heiminum en ég núna, þá vinsamlegast gefi hann sig fram við afgreiðslu.

Ég er á áttunda degi í flensu, á skemmtilega hósta-og-hor stiginu. Ég er búin að hósta svo mikið að ég finn hvernig heilinn á mér hristist inni í höfuðkúpunni og ég bíð bara eftir því að barkinn minn rifni í tvennt. Ég get ekkert sofið þannig að ég er komin með bauga niðrá hné og er búin að drekka svo mikið Lemsip að það er farið að sullast út um eyrun á mér. Ég er hinn erkitýpíski aumingi með hor.

Dagurinn í dag var vísindalega sannað ömurlegasti dagur ársins. Æj ég veit ekki, mér fannst hann allt í læ burstéð frá litla púkanum sem er að reyna að klóra sér leið út úr hálsinum á mér. Ég fékk meira að segja hrós fyrir fallega gullnar pönnukökur og vel uppraðað beikon. Maður verður að vera þakklátur fyrir litlu hlutina skiljiði.

Hvort finnst ykkur betra orð, glamúrgliðra eða glitgála?

2 Comments:

At 3:27 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

glæsiglenna? nei djók bara bæði betra...

 
At 5:16 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

Það væri nú gaman ef að það væri hægt að keppa í "ég á meira bágt en þú" svona opinberlega. Eins og er er ég í óopinberri keppni við alla. Sá sem veitir mér kannski mesta samkeppni er ofvaxni hamsturinn...

 

Skrifa ummæli

<< Home