miðvikudagur, janúar 18, 2006

Tunglæði

Ég er voðalega andlaus þessa dagana. Kannski vegna þess að heimurinn er of hvítur. Blank.

Get ekki gert það upp við mig hvort það sé meiri stemmning að labba um Seltjarnarnesið á kafi í snjó, sjórinn grár og himininn hvítur og hlusta á Whistlin' Past the Graveyard með Tom Waits eða að sitja inná reykmettuðum kaffibarnum að hlusta á sándtrakkið úr Grim Fandango...
Ég fékk semsagt ipod nano frá Ameríkuförunum og hann er núna gróinn fastur við mig.

Helgin var samt æsileg, enda fullt tungl. Á föstudaginn 13. var vísindaferð (N.B. fyrsta vísindaferðin sem ég fer í í tvö ár með fagi sem ég er actually nemandi í) sem leiddist yfir í brjálað vagg-og-veltu stuð á ellefunni og endaði með því að Sauði tókst að brjóta á sér ökklann. Ég var náttúrulega sönn vinkona og henti henni bara peningalausri uppí leigubíl. Á laugardaginn tókst mér svo að draga að mér athygli bæði útúrdópaðs manns og síkópata. Magnað.

Skólinn er byrjaður. Kannski ég mæti bara.

4 Comments:

At 6:31 e.h., Blogger a.tinstar said...

hvar í vesöldinni fékkstu soundtrackið úr grim fandango?

 
At 7:37 e.h., Blogger [Davíð K. Gestsson] said...

Sándtrakk? Grim Fandango? Tölvuleikurinn?!

 
At 12:56 f.h., Blogger Herra Forseti said...

Tinna: Sándtrakkið fann ég bara á netinu einhvers staðar.

Darbó: Já tölvuleikurinn.

Már: Nú veit ég af veðmálinu og mun þess vegna leggja mig alla fram við að mæta í að minnsta kosti átta tíma.Hah!

 
At 1:53 f.h., Blogger Herra Forseti said...

Úúúúú tempting...

 

Skrifa ummæli

<< Home