Óskar!
Ég varð alveg fáránlega glöð þegar ég sá Óskarsverðlaunatilnefningarnar í gær, og ég meina FÁRÁNLEGA glöð. Mér leið eins og ég þyrfti að hringja í allt þetta fólk og óska því til hamingju. Ég verð að fara að komast í meiri tengsl við raunveruleikann.En svona í alvöru að þá held ég að þetta verði skemmtileg hátíð, fullt af ungu fólki tilnefnt og mjög lítið af svona viðverðumaðlátahannfáóskaráðurenhanndrepst tilnefningum sem er skemmtileg tilbreyting. Og svo að sjálfsögðu segir þjóðarstoltið til sín af því að hann Rúnar er tilnefndur fyrir Síðasta bæinn....
Ég vil hér með taka það fram að ég hata hvorki karlmenn né börn, þrátt fyrir það sem fjölmiðlar vilja halda fram.
11 Comments:
Æ þið eruð svo krúttleg. Talandi um Óskarinn eins og hann skipti máli...en er Judi Dench í alvöru tilnefnd? Hvaða drottningu var hún að leika núna? Fökking Judi Dench.
HVAR ERU SMOKKARNIR !!!! úff, þessi spurning hvílir svo þungt á mér...en jibbí jei Óskar! "it´s a wonderful night for an Oscar, Oscar, Oscar, who will win..."
þið hljómuðuð þó ekki eins og ofsareiðar antitrúar haturs gaurar nei... það var bara ég
Ég hef aldrei verið gift!!!
Og ég sagði aldrei að íslenskir karlmenn væru ruddar þannig að hættiði að senda mér skammarsms.
Ef að Judy Dench tekur óskarinn þá raka ég af mér allt hárið.
huffmann tekur þetta eða ég.....gerist streit!!!!!!!gúpp
Argh! af hverju get ég ekki bloggað? Hann segir bara "Blog not found" WTF??
Svona barnamaður þá?
Eða mannsbarn?
Hmmm...þegar stórt er spurt...
Marn...barnaður...ójá
Nauh, þú ert með blogg. Geðveikt! Jájæa þessar óskarstilnefningar eru fínar, þær gætu verið miklu verri! Ég hefði samt tilfnefnt allt aðrar myndir.
Atli Stúdó
Hæ Atli og vertu velkominn :)
Skrifa ummæli
<< Home