Meira væl
Ég er svo sjúklega tilvistarkreppt þessa dagana að það má varla anda á mig. Allt í einu rann það upp fyrir mér að ég er að verða gömul. 24 ára gömul. Það væri samt allt í lagi, ef ekki væri fyrir það að ég hef ekki hugmynd um það hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Ekki græna glóru. Nú segja eflaust sumir " en Áslaug mín nú ert þú nú í háskólanámi" Hah fokking hah! Ég er ekki í háskólanámi fyrir 500 kall og þótt ég asnist til að ná prófunum hef ég bara enga passjón fyrir þessu námi og það finnst mér alveg ómögulegt því ég nenni ekki að gera hlutina ef ég hef enga ástríðu fyrir þeim. Og hana nú! End of rant.Óskarinn er á sunnudaginn og ég er ekki enn búin að sjá allar myndirnar. Ætla að reyna að bæta úr því með maraþon bíóferðum næstu daga.
Eitthvað fleira gleðilegt svo ég hljómi ekki eins og bitur gömul kelling...
4 Comments:
gamlar bitrar kellingar eru æði sæði...
En bókmenntafræði er algjört æði!
Vá ég hef óvart startað einhverjum rím-faraldri...haraldi
Oh no it got me too!......
Nú ef einhver skammar þig fyrir að lesa þá ertu ekki bara að lesa þú ert að fræðast. Því þú verður bókmenntafræðingur. Svo færðu kanski hærri atvinnuleysisbætur þegar þú ert orðinn fræðingur. Hvernig er það???
Skrifa ummæli
<< Home