föstudagur, mars 17, 2006

Aftursnúin

Ég er ömurlegur bloggari, ég veit það. Undanfarið er bara eins og ég hafi misst allan áhuga á því að blogga, það er orðið að einhvers konar kvöð og ég er náttúrulega svo mikill rebell að ef ég Á að gera eitthvað þá geri ég það alls ekki. En núna er ég að blogga. Samviskubitið varð mér ofviða.

Góðu fréttirnar eru þær að tilvistarkreppan er liðin hjá í bili. Ég ákvað að vera bara ánægð með að vera búin að taka ákvörðun um að fara út í haust og láta bara þar við sitja. Hitt reddast svo bara seinna.

Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að ég á mér ekkert líf lengur. Stúdentaleikhúsið stal því. Það lítur meira að segja út fyrir það að ég sé ekkert að fara að djamma um helgina! Það hefur ekki gerst frá því að ég var lítil stúlka. Samt er ógó gaman í Stúdentaleikhúsinu og allt stefnir í að við setjum upp súrustu sýningu sem sést hefur á íslensku leiksviði. Skyldumæting fyrir alla.

Vá það er svo langt síðan ég hef bloggað að ég á alveg eftir að tjá mig um fullt af hlutum. Ég var búin að semja fullt af bloggum í hausnum á mér en nú er ég búin að gleyma öllu. Hmmm...smá upptalning:

Óskarinn: Skandall!!

Pétur Gautur: Var að bíða eftir bestu leiksýningu í heimi en hæpið sveik hana, hún er bara góð. Mér finnst það samt mjög góð þróun að hafa unga, myndarlega leikara á nærbuxunum mestalla sýninguna. Meira svona takk.

Síðasta helgi: Er ég í alvörunni eina manneskjan sem fílar rokkabillí í tætlur? Hættiði að þykjast vera svona kúl alltaf.

Foreldrar í útlandinu: Komu heim með báðar seríur af Arrested Development og ipod airplay. Ég er glöð.

Linkalist: Ég virðist vera með eitthvað undarlegt template því það er ekki gefinn neinn kostur á linkalista, ég skal fara að finna út úr þessu bráðum svo ég geti hætt að vera svona sjálfhverf. (æj hvern er ég að plata...)

Samkynhneigð: Hið besta mál svo lengi sem þau gefa mér frítt áfengi.


Almennt:
Ég vil bæði þemapartý og sumarbústaðaferð bráðum.

5 Comments:

At 7:57 e.h., Blogger Elín said...

Síðan hvenær varðst þú manneskja sem segir ,,ógó"

 
At 2:21 e.h., Blogger Atli Sig said...

Stúdentaleikhúsið hefur þessi áhrif á fólk.

 
At 2:52 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

Meðan ég sagði ógó var það leim, þegar ÞAU segja það er það í lagi.
Óskar: já, skandall
Pétur Gautur: get ekki tjáð mig en er að reyna að passa mig að vera ekki með of miklar væntingar.
Síðasta helgi: Rokkabillí og þú eruð kúl og ég er lúser.
Foreldrar í útlandi: Gott mál.
Linkalisti: ókei, þetta er þá ekki bara þér að kenna
Samkynhneigð: já takk. Og frítt áfengi að sjálfsögðu líka.
Önnur mál: Þemað er FERMING. Þeir vinna sem koma í fermingarfötunum sínum, kirtlar, blúnduhanskar, unglingabólur og asnalegt hár eru líka gott mál. Og sumarbústaður með heitum pott og bjór.

 
At 3:52 e.h., Blogger Herra Forseti said...

Ja svei ég var einmitt í partýi um daginn þar sem einhver stakk uppá þessu fermingarþema...þetta er eitthvað i loftinu.

 
At 3:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ó já er til í sumarbústaðarferð, samt helst ekki fyrr en eftir 19. maí. Ætla að loka mig inni þangað til.

Það væri örugglega ógeðslega fyndið að halda party þar sem allir kæmu í fermingsrfötunum sínum !!!

 

Skrifa ummæli

<< Home