Músík
Skemmtilegt hvað tónlist hefur áhrif á göngulag manns. Ég var eins og svo oft áður að rölta niður Laugaveginn og hlusta á ipodinn minn. Fyrst var ég að hlusta á It's a motherfucker með Eels og þá gekk ég hægum þungum skrefum, hokin og starði niður í götuna. Á eftir því kom svo Red right hand með Nick Cave og þá rétti ég snarlega úr bakinu, stikaði ákveðnum skrefum og mætti augnaráði allra sem mættu mér. Svo fór ég og fékk mér kaffi í götumáli (sem gerir mann automatískt meira kúl) hlustaði á Groovin með Damian Rice og hálfvalhoppaði brosandi alla leiðinna út í strætóskýli. Magnaðast af öllu er samt að labba upp Laugaveginn að kvöldi til með Good morning captain með Slint á fullu blasti í eyrunum. Mæli með því.
5 Comments:
Hvað er Slint?
Hljómsveit. Hver er anonymous?
Hún kallar sig Auður og er of löt til að skrá sig inn. Eða kjósa sér sjálfsmynd einsog það myndi þýðast sem.
Lendi í þessu líka :-)
Ég var að hlusta á The white stripes um daginn og var næstum farin að hlaupa á leiðinni niður í bæ :-D
Svo syng ég líka upphátt og skammast mín svakalega þegar ég fatta það :-/
yeezy
supreme
supreme clothing
yeezy 700
moncler jackets
ggdb
jordan 11
yeezy boost
off white shoes
supreme clothing
Skrifa ummæli
<< Home