sunnudagur, júlí 09, 2006

what i did this summer

ég er enn á lífi!

Ástæða bloggleysis er einfaldlega sú að tölvan mín er í hakki. Ástæða tölvuhakksins er sú að ég hélt að ég væri smá tölvunörd. Ég er klárlega bara of töff.

Það hefur ýmislegt gerst síðan ég bloggaði síðast. T.d:

-Ég fór í ævintýraferð til hinnar framandi borgar Osló.
-Ég hélt ég myndi deyja úr leiðindum í hinni framandi borg Osló.
-Mér tókst að koma því þannig fyrir að eg vinn þrjár vinnur en er samt búin kl. 18:00 og næ ekki 150. þús kalli í laun.
-Ég fann hamingjuna.
-Ég týndi henni aftur.
-Ég gerðist dagdrykkjumaður.
-Ég spilaði Trivial með fyrrverandi stjórnanda Gettu betur og átti alla vega 1/4 í glæstum sigri liðsins.
-Ég lenti í perrakalli.
-Ég komst að því að það að fela sig inná klósetti er kannski ekki þroskað en það losar mann við perrakalla.
-Ég fór í útilegu og fraus næstum því í hel.
-Ég átti eftirfarandi samræður:

Ung kona: Sko líffæraígræðslur í dag eru aðallega framkvæmdar með líffærum úr Svíum.
Ég (hugsa): Ha? Svíum?
UK: Já það er náttúrulega miklu auðveldara að nálgast þau.
Ég (hugsa): Ha? en af hverju að vera að fljúga með þau alla leið frá Svíþjóð??
UK: Svo eru þau líka svo lík mannslíffærum.
Ég (ennþá að hugsa): Vó róleg á fordómumunum!

5 mín. seinna

Ég:....óóóó djók þú meinar svínum!!!

Ég tek það fram að ég var ódrukkin...bara kjánaleg.

3 Comments:

At 12:21 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ Áslaug!
flott blogg síða...
hlakka til að sjá þig þegar Dísa kemur frá danmörku!!

 
At 1:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

HAHAHA sorry vitlaus Áslaug;)
Ég ruglaðist og hélt að þú værir Áslaug frænka þín hehe sorry...

 
At 6:45 e.h., Blogger Herra Forseti said...

Lára: þú ert lúði sem hittir ekki fólk. Þú skuldar mér ennþá svalagengishitting!

Atli:jájá það er alveg hægt.

Ásdís: Hæ, þótt ég sé ekki Áslaug frænka mín.

 

Skrifa ummæli

<< Home