þriðjudagur, september 05, 2006

Edinborg

Jæja þá er maður kominn til útlandanna. Það er rosalega skrýtið að koma aftur á stað sem maður hefur búið á áður. Maður þekkir allt en samt ekki.

Við fengum algjört sjokk þegar við komum inní íbúðina. Hún var ÓGEÐ! Fólkið sem var á undan okkur hafði bara leigt hana yfir festivalið og hafði greinilega aldrei nennt að þrífa neitt. Hún angaði af þunnum karlmönnum og sængurnar voru orðnar gular. Eftir að hafa kyngt gubbinu drifum við okkur útí búð að kaupa nýjar sængur og hreinsiefni og eyddum fyrsta deginum okkar í að þrífa allt hátt og lágt. Eftir stórhreingerninguna kom í ljós þessi líka frábæra íbúð á besta stað í bænum sem við erum alsæl með. Atvinnuleit gengur ekkert alltof vel, sem gæti stafað að einhverju leiti af því að ég hef ekki sótt um neina vinnu en það horfir allt til betri vegar um leið og internetið lætur sjá sig heima.

Sambýlingar mínir stungu af til Slóveníu þannig að núna er ég ein og yfirgefin. Sem þýðir það að ég ráfa um borgina að degi til og spila tölvuleiki full á kvöldin. Bráðum fer ég að borða kakkalakka.

Ég endurtek að allir gestir eru velkomnir. Það er nóg pláss!




Stofan mín



Herbergið mitt áður en ég kom mér fyrir

6 Comments:

At 4:11 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

hættu þessu bulli og komdu heim. núna!
hlýddu stelpa!

 
At 1:18 f.h., Blogger [Davíð K. Gestsson] said...

Það að mér skuli ekki þykja það aumkunarvert að ,,ráfa um borgina að degi til og spila tölvuleiki full á kvöldin" er...aumkunarvert.
En ég mun aldrei stíga fæti niður á Skotlandi, því konurnar þar eru að sögn áreiðanlegra heimildarmanna þær allra ljótustu sem finnast á jarðkringlunni. Ég þjáist af alltof mikilli yfirborðsmennsku til að geta borgað pening fyrir þvílíkt.

 
At 12:15 e.h., Blogger Herra Forseti said...

Þær eru reyndar ekkert svo slæmar hér. Ég var hálf hvekkt, hélt ég yrði instantly gerð að drottningu vegna yfirburða útlits en það hefur ekki gengið eftir...ennþá.

Davíð minn það hefur aldrei verið neinn efi um það að þú ert aumkunaverður

 
At 7:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mig langar að koma ... mig langar líka að þú komir heim... jamm og já ég kem nú áður en langt um líður eða kannski líður soldið langt veit ekki:)

 
At 8:20 e.h., Blogger Elín said...

Virðist vera hin huggulegasta stofa hjá ykkur...

 
At 12:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

jordan retro
goyard bag
kd 14
off white hoodie
golden goose usa
kyrie 5 spongebob
jordan 12
kyrie spongebob
kd shoes
supreme outlet

 

Skrifa ummæli

<< Home