mánudagur, mars 03, 2008

Eins og Fönix úr öskunni

Rís herraforseti upp frá dauðum. Vegna fjölda áskoranna (og alls ekki vegna þess að ég var að gúgla sjálfa mig og komst að því að þetta blogg er með því fyrsta sem kemur upp og fékk samviskubit yfir því að láta visku mína ekki lengur hellast yfir alnetsheiminn)hef ég ákveðið að byrja aftur að blogga. "En Áslaug" segið þið kannski, "blogg er löngu dautt, nú eru bara allir á facebook" "pah!" segi ég við því "ég fylgi sko ekki tískustraumum þegar kemur að því að deila vonum mínum, væntingum og þrám með fróðleiksþyrstum almenningi"

Og þar hafiði það.

Þar sem ég hef ekki bloggað síðan í byrjun síðasta sumars er nánast ógjörningur að ætla að skrifa um allt sem á daga mína hefur drifið síðan þá. Því mun ég gera lista (jei!)

ÞAÐ SEM Á DAGA MÍNA HEFUR DRIFIÐ FRÁ SÍÐASTA BLOGGI:

Ég flutti til Sidcup og byrjaði í skólanum

Ég fann íslenska rónaketti til að hanga með á pöbbnum

Ég keypti mér óeðlilega mikið magn af skóm

Ég söng fyrir framan annað fólk, ódrukkin

Ég sannfærðist um það að aldur er bara hugarástand

Ég fokkaði upp fjármálunum mínum

Ég reddaði þeim aftur (þannig séð)

Ég skemmti mér bara helvíti vel


sko sex mánuðir uppgerðir á einu bretti, djöfull er ég efficient eitthvað...

Jæja, kannski kemur annað blogg seinna, kannski ekki...

3 Comments:

At 8:30 f.h., Blogger Sandra said...

þú ert sjálfur rónaköttur með okkur litla kjötbolla.

þetta var alveg brjálað news-feed, i dig it.
bloggið er dautt
lengi lifi bloggið!

 
At 10:27 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

vó ég tékka aaaaalrei á blogginu þínu...og svo gerði ég það í dag, og voila!

 
At 9:35 e.h., Blogger Unknown said...

en ánægjulegt ad sjá thetta! Einmitt ekki kíkt á bloggid titt árum saman en fann gífurlega thörf til ad gera thad í dag og viti menn...magnadur andskoti slaugurinn minn:)

 

Skrifa ummæli

<< Home