föstudagur, apríl 20, 2007

10 dagar

Í heimkomu. Ekki laust við að það sé smá stress farið að gera vart við sig. í fyrsta lagi þarf ég að taka próf í háskólanum í fimm fögum. Eins og venjulega hef ég varla litið í bækurnar alla önnina. Í öðru lagi ákváðu allir að hætta/taka sér frí í vinnunni á sama tíma þannig að ég þarf að vinna sex daga í næstu viku og í þriðja lagi þarf ég að finna leið til að breyta þessum hundrað kílóum af drasli sem ég hef sankað að mér hérna úti í tuttugu kíló svo að ég komist með það heim án þess að þurfa að borga morðfjár. Þannig að...good times!

Þar að auki er ég að reyna að ná að gera allt sem mig langaði að gera hér úti og reyna að hitta alla og kveðja...

Fyllibyttunámsmannavinnualkaferðalangur það er ég.

3 Comments:

At 8:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hang in there! -Hlakka til endurfunda -sjáumst eftir smá ;)

 
At 1:58 f.h., Blogger Ofurrauðkan said...

ohh nennirðu að breyta linknum á mig?

 
At 7:15 e.h., Blogger Ededededed said...

Og á ekkert að blogga um heimkomuna???

 

Skrifa ummæli

<< Home