miðvikudagur, janúar 31, 2007

Vor í lofti

Nú eru góðir gestir farnir aftur heim til sín og þar af leiðandi hef ég ekki lengur afsökun fyrir því að gera ekkert skynsamlegt. Ég hef komist að því að ég hef lítinn sem engan sjálfsaga, sérstaklega ekki þegar ég er sofandi. Kannski ég ætti bara að hætta að sofa...

Ég þoli samt ekki hvað ég er alltaf brjálaður orkubolti þegar ég ligg uppi í rúmi og er að reyna að sofna. Ég fæ alltaf brilliant hugmyndir sem eiga eftir að gera mig ríka/fræga/frábæra en fer samt aldrei fram úr rúminu til þess að skrifa þær niður eða gera eitthvað í málunum. Onei, Guð forði mér frá því að fara framundan sænginni!

Ég er ekki frá því að það sé að koma svolítill vorfílingur í mig og Edinborg. Það er fínt, veturinn er leiðinlegur.

Ég fór í búð í dag og keypti mér BLEIKA skyrtu og KJÓL. Ég veit ekki hvað er að gerast með mig.

1 Comments:

At 11:29 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

hmm...hvernig getur maður haft sjálfsaga sofandi ???

 

Skrifa ummæli

<< Home