miðvikudagur, desember 06, 2006

meira ammli

Ég verð að játa að ég nenni ekki að skrifa blogg. Enda held ég að bloggið sé dautt. Það er ekki lengur svalt að blogga. Það er varla lengur svalt að vera á MySpace. Sem gerir mig ofboðslega ráðvillta, því eins og allir vita er það mér ávallt efst í huga að vera svöl.

En þar sem ég er nú byrjuð að skrifa þetta blogg get ég alveg eins skrifað um það sem á daga mína hefur drifið síðan síðasta færsla var skrifuð.

Afspyrnuhár aldur minn hefur í rauninni voða litlu breytt. Mér yngra fólk virðist ekki sýna mér meiri virðingu, né virðist mér eldra fólk hlusta meira á mínar skoðanir. Ég hef hvorki virðingu né aðdáun annarra.

Það sem ég hins vegar á eru bestu flatbýlingar í heimi (flatbýlingar er víst orð). Það sem átti að verða rólegur afmæliskvöldverður breyttist til hins betra þegar Sibba skipaði kvöldverðargestum og afmælisbarni ákveðinni röddu að vinsamlegast hypja sig niður á barinn því hún þyrfti að undirbúa afmælisgjöfina mína. Ég verandi andlega fimm ára gat varla setið kjurr í sætinu mínu þennan hálftíma sem við sátum á barnum og var farin að ímynda mér að uppi biði mín lítill sætur hvolpur já eða jafnvel fíll (af hverju fæ ég aldrei fíl í afmælisgjöf?) En það sem beið mín var svo miklu betra. Ég opnaði dyrnar inní stofu og við mér tóku hróp bæði á íslensku og ensku. "Surprise" "Óvænt" (ok kannski ekki á íslensku) Ég tók þessu að sjálfsögðu með jafnaðargeði, lokaði stofuhurðinni, spurði Sibbu hvort hún væri að grínast (neibb),opnaði hurðina aftur og datt skjálfandi í sófann. Við tók svo kvöld af innisprengjum, perumúsum og trylltu limbói. Best.Birthday.Ever.

Þeir sem þekkja mig ágætlega ættu að vita það að mig hefur langað í surprise-partý í mörg ár og ímynda mér á hverju afmæli að mínir bestu og kærustu vinir muni nú loksins halda það fyrir mig. Ég held að ég hafi hins vegar aldrei minnst á það við Sibbu og Andra....Það er greinilegt að ég þarf að fara að hugsa um vinauppröðunina....

Neinei ég er bara að spauga. Takk allir fyrir kveðjurnar og gjafirnar. Þið áttuð öll þátt í frábærum afmælisdegi.

En nóg um það. Fátt annað hefur drifið á daga mína síðan. Ég nældi mér í einhverja flensu og hef aðallega legið uppi í rúmi og ímyndað mér að ég sé Audrey Hepburn.

Ég kem heim eftir 16 daga!! Hlakka ekkert smá til að hitta alla. VEI.

9 Comments:

At 10:29 f.h., Blogger Ofurrauðkan said...

Bloggið er ekki dautt !!! segir manneskjan sem var að blogga lengsta blogg í sögu veraldar.
En gott að þú áttir gott afmli, ég er samt að skipuleggja (síðan fyrir fjórum árum síðan) geðveikt surprise partí. Þetta verður allt saman komið eftir 5-6 ár í viðbót. Það verður mega, við erum að tala um þúsundir pastellitaðra dúfna, m.a., Justin Timberlake, bar úr súkkulaði...

 
At 3:17 e.h., Blogger Herra Forseti said...

það er eins gott að þú standir við stóru orðin!

 
At 3:18 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

...sundlaug fyllta kampavíni, massaða fáklædda menn spreyjaða gyllta sem leika styttur, flugeldasýning, dvergakast og bara almennt séð decadence.
En æj, nú er ég búin að segja þér frá þessu, og þá er þetta ekki surprise. Verð víst að sleppa þessu.

 
At 3:18 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

vó tótallí samkomment

 
At 1:17 f.h., Blogger Steini said...

Ef vantar dverg til að kasta býð ég þjónustu mína fram. Gegn umsömdu verði, að sjálfsögðu.

 
At 5:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hei geturðu nokkuð keypt ástfangin aftur í fríó eftir 12 daga?
-a.

 
At 8:00 e.h., Blogger Herra Forseti said...

Sure thing! en kannski þarftu að gefa mér pening...

 
At 11:10 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

blogga hóra! oh þetta á enginn eftir að fatta nema þú og allir að halda að ég sé eitthvað skrítin

 
At 12:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

air jordan
nike off white
kyrie 9
off white shoes
fear of god outlet
goyard bags
palm angels outlet
kyrie 6 shoes
bape clothing
golden goose

 

Skrifa ummæli

<< Home