föstudagur, október 13, 2006

Óður til hárgreiðslumanns

Fyrirgefðu mér elsku hárgreiðslumaðurinn minn. Ég braut loforðið. Ég hélt framhjá þér. En ég gerði það bara af því að ég sakna þín svo mikið. Það er of langt síðan að fimir fingur þínir hafa leikið um lokka mína. Of langt síðan að við höfum ákveðið að rokka saman. Frá þér kom ég alltaf skokkandi út með bros á vör og fallegt hár. Aldrei sveikst þú mig. Ég lofa að ég geri þetta aldrei aftur. Og nú stend ég við það! Það var hann sem tældi mig með gylliboði um ókeypis klippingu. Aldrei aftur mun ég falla fyrir því. Ég er eyðilögð. Hárið á mér er eyðilagt.

Ég lít sem sagt út eins og sex ára stelpa að framan og sex ára strákur að aftan (ég er með svona trailer trash skott)

Allir eru að fara á októberfest og í vísindaferð. Ekki ég. Ég sit uppí rúmi að borða snakk og drekka bjór...aftur.

Með ljótt hár.

3 Comments:

At 6:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ, greyið mitt! ég vissi að þetta yrði eithvað skrýtið þegar þú sagðir mér frá þessu ;) Eins gott að þú ert í Edinborg, þar sem við getum ekki gert grín af þér ;) Hafðu það annars gott , Kv. litla sys

 
At 2:00 f.h., Blogger Herra Forseti said...

Já ég ætti að vera farin að vita betur ;)

 
At 5:02 e.h., Blogger [Davíð K. Gestsson] said...

Ég var einu sinni með trailer trash skott. En ég var líka sex ára og með gloppóttan tanngarð, þannig að það var ekki leimó.

 

Skrifa ummæli

<< Home