mánudagur, september 11, 2006

Æj þetta er nú ósköp ljúft ég sit á Kaffibars/Sirkus kaffihúsinu mínu (það eina með fríu neti), sötra kaffi, horfi út um gluggann á sólina og léttklædda fólkið úti og hlusta á einhvern kúnna spila djassútgáfu af Girl From Ipanema á píanóið. Ah lífið er ljúft...

Ég er hins vegar ekki komin með vinnu, undarlegir misskilningsreikningar hrúgast inn um lúguna sem ég get ekkert gert í af því að ég heiti ekki Andri, og það versta af öllu: Ég er ekki ein í íbúðinni. Onei ég hef mér til ánægju og yndisauka fullt af pöddum sem félagsskap. Því miður þá hata ég pöddur út af lífinu og hræðist þær meira en margt annað. Sem veldur því að ég læðist um heima hjá mér og kveiki öll ljós áður en ég þori að stíga inn í herbergin (ég held að þetta séu silfurskottur) og um daginn eyddi ég heilu kvöldi sitjandi í gluggakistunni vegna þess að ég sá eitthvað risastórt ógeð detta af stólarmi niður á gólf. Leigusalinn segir að meindýraeyðir sé á leiðinni en hér í landi skriffinskunnar tekur það örugglega þrjár vikur!! Argh!

Það á líka eftir að koma í ljós hvort einveran hafi einhver langvarandi áhrif á geðheilsu mína. Ég er farin að tala ansi mikið við sjálfa mig, en mér finnst ég skemmtileg þannig að það er allt í lagi, en ég er ekki enn farin að safna hári úr vaskinum og búa til brúður til að sitja með mér við kvöldmatarborðið...hmmm hugmynd.

6 Comments:

At 3:07 e.h., Blogger Rauðhetta said...

hvaða hvaða ég er með fullkmna lausn á þessu einmana vandamáli þínu! ég upplifði hið sama við influtning á bergþórunna þ.e. hatur mitt á pöddum en neyddist enga að síður til þess að búa með þeim! ef þú er nógu einmana til að búa þér til vini úr pappír ákkuru ekki að kynnast silvruðu meðleigendum þínum betur, skíra þá og bjóða í mat!

 
At 5:13 e.h., Blogger [Davíð K. Gestsson] said...

Eða bara matreiða og borða þær. Hafa án efa meira næringargildi heldur en viskí og blóðmör.

 
At 7:41 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

nennirðu að koma í bíó í kvöld?

 
At 11:21 f.h., Blogger Herra Forseti said...

god hugmynd David. Sparar pening lika...

Audur: Nah, eg for i bio i gaer. Kannski seinna

 
At 1:33 e.h., Blogger Rauðhetta said...

og bíddu er mín uppástunga bara ekki svaraverð eða... pffff slauga eru skotarnir að spilla þér

 
At 4:49 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

blogga drúsla

 

Skrifa ummæli

<< Home