mánudagur, október 09, 2006

Ég held að ég hafi óvar flutt í eitthvað þriðja heims land...Hér er ekki hægt að fá:

-Ostaskera

-Örbylgjupopp

-Hvítkál

-Brauð sem er ekki hvítt

-Frítt internet á kaffihúsum (mjög sjaldgæft)

-Bankareikning

-Bókasafnskort

Okei það er alveg hægt að fá síðustu tvo liðina en það er fjandans bögg. Hinsvegar er hægt að fá mikinn bjór, og sjaldan hef ég bjórnum neitað. Sem aftur leiðir til þess að lifrin mín er á mörkum uppreisnar.

Í dag byrjaði ég í nýju vinnunni minni, sem er ekki vinnan sem ég bloggað um síðast. ég er búin að vera frekar óheppin með vinnur hérna. En nú er ég sem sagt byrjuð að vinna á mjög fínu kaffihúsi sem heitir Black Medicine og er bara 5. mínútum frá íbúðinni minni. Í dag var fyrsti dagurinn minn og mér líst bara mjög vel á bæði vinnustaðinn og samstarfsfólkið, sem allt tekur sér minnst hálftíma á dag í að reyna að segja nafnið mitt. Engum hefur enn tekist það.

Ég hef komist að því að ég er vélmenni og ég er búin að afneita vinstri handleggnum á mér, frá olnboga og niður.

Cheers!

5 Comments:

At 8:37 f.h., Blogger Ofurrauðkan said...

ókei, ég skal senda þér/koma með ostaskera og örbylgjupopp, þú bakar bara brauð eftir eigin smag og behag,bögg með internetið, og reyndu að berjast fyrir bankakorti og bókasafnskírteini því að það borgar sig áreiðanlega.
Hvað er að hendinni á þér?

 
At 11:29 f.h., Blogger Ofurrauðkan said...

ég hata Apple umboðið

 
At 12:37 e.h., Blogger Herra Forseti said...

vinstri hendin á mér virkar ekki í neinu samhengi við restina af líkama mínum og því hef ég afneitað henni.

ÉG Á ENGA VINSTRI HENDI!!!

 
At 2:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæpp stelpu rófa á ekkert að hafa samband?? Mig langar svo að heimsækja þig.... En verð að ´æeifa bumbubúanum að vaksa og dafna fyrst.... Love you...KNÚSÍ

 
At 8:29 e.h., Blogger Herra Forseti said...

Ef að anonymous kommentarinn hér fyrir neðan er Áslaug frænka þá: Hæ! Láttu mig fá ímeilinn þinn annars get ég ekki haft samband.

Ef ekki þá: ARGH!! þú hræðir mig!

 

Skrifa ummæli

<< Home