mánudagur, nóvember 27, 2006

As time goes by..

Á morgun verð ég gömul kona. Æskuljómi minn og yndisleiki mun sogast burt og við tekur hrörnun, ábyrgð og botox. Það verður ekki lengur krúttlegt að vera að dandalast tilgangslaust um lífið. Onei. Fólk á eftir að horfa á mig með vorkunn í augunum og segja "æj greyið, hún heldur að hún sé ung ennþá" Úff.

Vonarglætan í myrkrinu er hins vegar sú að ég virðist ennþá hafa andlegan þroska á við fimm ára barn. Sem þýðir það að ég er að fara yfir um af spenningi yfir afmælinu mínu.
Samt ætla ég að hafa þetta mjög rólegan og siðsaman afmælisdag. Bara rólegan kvöldmat með vinum og góðu víni. En ég gat varla sofið í nótt af spenningi, og á örugglega ekki eftir að sofa í nótt. Ég hef samt skánað mikið síðan ég var lítil og foreldrar mínir voru yfirleitt hræddir um að ég fengi taugaáfall ég var svo æst. Það endaði yfirleitt með uppköstum...Vonum bara að annað kvöld endi ekki eins.

En:

Skál fyrir afmælum

Skál fyrir því að vera ungur í anda

8 Comments:

At 8:44 f.h., Blogger Ofurrauðkan said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 8:45 f.h., Blogger Ofurrauðkan said...

Vona að þú hafir ekki gubbað þig í svefn í gær kæra barn. Megi allt gott fylgja þér á þessu tuttugasta og fimmta ári sem nú er að byrja, en mundu eitt: Ég er ennþá eldri en þú !

 
At 3:42 e.h., Blogger Elín said...

Til hamingju með afmælið elsku Áslaug smáslaug. Ef ég hefði komið því í verk að fá mér Skype þá myndi ég nú hringja í þig... það er hugsunin sem gildir, ehaggi?

 
At 5:18 e.h., Blogger a.tinstar said...

til hamingju með afmælið stórimon!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 
At 7:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með alnæmið... gamla kona..nei djók.. hammó með ammó ´skan...blessblesssss

 
At 8:44 e.h., Blogger Rauðhetta said...

til haming med amilið! og skál fyrir þér kona á þesum dýrðardegi drottins... eða já...

 
At 9:31 e.h., Blogger Steini said...

Til hamingju.

 
At 1:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gerðu það komdu heim.
-Auður.

 

Skrifa ummæli

<< Home