miðvikudagur, október 25, 2006

Vinnan göfgar mig

Ykkur öllum til ánægju og yndisauka hef ég ákveðið að segja ykkur svolítið meira frá vinnunni minni:

Ég er að vinna á kaffihúsi sem heitir Black Medicine (það sem indíánar kölluðu kaffi). Þetta er frekar kósí staður sem selur, auk kaffi, alls konar beyglur, panini og smoothies. Við erum sex að vinna þarna, fimm stelpur og einn strákur sem heitir Kyle og kann nú þegar eitt orð í íslensku: Sjáumst. Hann galar því yfir allt "Tjámts!" í tíma og ótíma og hljómar soldið eins og hann sé þroskaheftur. Honum fannst það ekki fyndið þegar ég sagði honum það. Ég er eini starfsmaðurinn sem hefur ensku ekki að móðurmáli sem er fínt og mjög óvenjulegt. Eigandinn er lítill ofvirkur Skoti sem heitir Dougal og virðist aldrei verða reiður. Mér finnst það grunsamlegt. Einu sinni áttu Dougal og meðeigandi hans líka hæðina fyrir ofan og ráku þar veitingastað sem hét Nicholsons. Þangað vandi komur sínar ung kona sem sat tímunum saman og skrifaði í dagbókin sína. Hún gaf seinna út bók um strák sem hét Harry Potter. Þær eru víst frekar frægar. Þetta gerir það að verkum að á hverjum degi fáum við inn túrista sem eru að leita að veitingastaðnum, örugglega í von um að þeir fái hugmynd að metsölubók. Undarlegt og soldið pirrandi.

Fjandans hárgreiðslugaurinn sem skemmdi á mér hárið elti mig uppi og vill fá að klippa mig meira. Ég sagði nei. Þau mistök geri ég ekki aftur.

Nennir einhver að fara með vídjókameru í bíó og taka upp Börn og Mýrina og senda mér?

4 Comments:

At 1:09 e.h., Blogger a.tinstar said...

i'm on it!

 
At 9:45 e.h., Blogger Herra Forseti said...

Jei!

 
At 12:32 f.h., Blogger Ofurrauðkan said...

mér finnst kaffihúsið þitt hljóma kósí. Ég skal koma í heimsókn og fá smoothie eftir 18 daga :)

 
At 8:19 e.h., Blogger Herra Forseti said...

díll!

 

Skrifa ummæli

<< Home