mánudagur, janúar 15, 2007

Hlutir

Hlutir sem ég gerði á Íslandi:

Fékk jólagjafir

Borðaði rosalega mikið kjöt

Djammaði

Hitti fólk

Fór í leikhús

Var þakklát fyrir þráðlaust net

Fór mikið í bað

Borðaði pulsu


Hlutir sem ég ætlaði að gera á Íslandi en gerði ekki af því að ég er asnaleg:

Fara í sund

Fara á Gráa

Dansa

Kaupa buxur

Kaupa eitthvað íslenskt handa vinnufélögunum



Það var rosa skrýtin tilfinning að fara að heiman til þess að fara heim. Það var gott að koma heim, á báða staði. Þrátt fyrir að mér hafi fundist ég vera óralengi í burtu virtust allir sem ég þekki í Edinborg muna eftir mér. Svona nokkurn veginn. Og lífið gengur sinn vanagang.

Ég er að vinna hörðum höndum að því að verða betri og meira fúnkerandi manneskja. Það gengur rosavel í teoríu, en ekki alveg eins vel í praxís. En ég er alla vega orðin námsmaður enn einu sinni og er meira að segja byrjuð að lesa námsefnið. Hah!

2 Comments:

At 11:52 e.h., Blogger Herra Forseti said...

Vá hvað?

 
At 1:07 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

http://www.draumur.is/draumabok/index.php?action=artikel&cat=2&id=69&artlang=is

ahahahahah

 

Skrifa ummæli

<< Home