miðvikudagur, mars 28, 2007

"Dear Áslaug

We are pleased to be able to tell you that we would like to offer you a place in the American Theatre Arts program for September 2007"

Jamm ég er semsagt komin inn í Rose Bruford leiklistarskólann í London. Ótrúlega furðulegt hvernig lífið getur breyst á svipstundu. Fyrir tveimur dögum ætlaði ég að vera í Edinborg í sumar, reyna að ná smá af festivalinu og fara svo heim og klára BA í bókmenntafræði. Núna er ég á leiðinni heim eftir mánuð til þess að vinna eins og maður sem nýtur ásta með móður sinni, sækja um styrki, búa hjá foreldrum og fara svo að búa í London (Sidcup reyndar)í tvö ár og í litlum smábæ í Texas í eitt ár. Það verður að viðurkennast að tilfinningarnar eru örlítið blendnar. Ég á eftir að sakna lífsins hér, fólksins og borgarinnar. Það er mjög skrýtið að hugsa til þess að sumt fólk á ég kannski aldrei eftir að sjá aftur. Hins vegar er frábært að vera loksins komin með stefnu í lífinu og fá að læra það sem mig langar mest til.

En fyrst þarf ég að ná prófunum í bókmó...áhuginn er ekkert brennandi núna en fjandans námslánin krefjast þess. Erfitt að vera svona gráðugur.

3 Comments:

At 1:10 f.h., Blogger Ofurrauðkan said...

duuuuude...mófó er fullkomlega gott orð



en í fimmtánda skipti, TIL HAMINGJU !!!!!!

og koddu nú sem fyrst til að leika við mig

 
At 6:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju skvís, geggjað!

 
At 7:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey gegt! til hamingju!

 

Skrifa ummæli

<< Home