þriðjudagur, apríl 10, 2007

Bara páskar og svona...

Málshátturinn inni í páskaegginu mínu (takk ma og pa) var: Augað eru spegill sálarinnar. Eftir að hafa hlegið eins og hýena í nokkrar mínútur grét ég...inni í sálinni. Hvernig í fjandanum er hægt að ætlast til þess að ungdómur Íslands læri að tala gott og rétt mál ef þjóðargersemi eins og Nói Siríus getur ekki einu sinni látið prófarkalesa málshættina sína!

Í dag mætti ég, eins og svo oft áður, í vinnuna. Undarlegt nokk þá byrjaði ég að fá blóðnasir annað slagið allan daginn. Fólki þótti þetta undarlegt en ég er nokkuð vön þessu og sagði svona í gríni "Já þetta er allt dópið" Það sem ég fattaði ekki var að hér eru allir á kóki þannig að það koma bara svona undarlegur svipur á fólk og vandræðaleg þögn. Ég: "Djóóók......"

Ég kem heim 1.maí. Ég býst við móttökuathöfn í Smáralind. Bein útsending og blóm frá forsetanum. Annars fer ég aftur út!

4 Comments:

At 8:58 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

En geturðu ekki kært Nóa Síríus og fengið fullt af pening? Eða enn betra, fuuuuullt af súkkulaði !

Auður

 
At 4:26 e.h., Blogger Herra Forseti said...

úúúú´I like the way you think!

 
At 1:41 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

annars er eg búin að skipuleggja skrúðgöngu niður laugaveg þegar þú kemur heim, fullt af fólki, ræður og tónlist. All for u baby

 
At 1:44 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Móttökunefnd hefur verið skipuð og allt er í vinnslu...
mikið rosalega hlakka ég nú til að fá þig heim!

 

Skrifa ummæli

<< Home