mánudagur, mars 10, 2008

Great Britain??

Eins og dyggir lesendur þessa bloggs muna þá eyddi ég ansi mörgum orðum í það að hneykslast á því hvað Skotar væru aftarlega á merinni í ýmsum málum. Ég taldi mér samt trú um það að þegar ég væri flutt til höfuðborgar Englands að þá gæti þetta ekki verið svo slæmt...ég hafði rangt fyrir mér.

Ekkert í þessu landi virkar. Ever. Tökum sem dæmi gasmælinn á heimilinu. Hann virkar þannig að í honum er kort sem við þurfum að taka út og hlaupa með út í sjoppu þegar við viljum fylla á gasið. Nú er það búið að gerast þrisvar sinnum á stuttum tíma að þegar við stingum kortinu aftur í mælinn að þá kemur hann með hina frekar dramatísku uppástungu: Call help! Við hringjum þá í einhverja þjónustulínu þar sem okkur er sagt að við verðum að bíða eftir gasmanninum í svona 4-5 tíma. 10 tímum seinna mætir hann svo og ýtir á einn takka. Hann vill ekki kenna okkur að ýta á takkann, onei, þetta mega bara faglærðir gasmenn gera. Rugl. Ástæða þessara síendurteknu bilana var okkur svo sagt að gæti verið sú að við búum við umferðargötu. Þegar síminn hætti allt í einu að virka var okkur sagt að það gæti verið af því að símalínan hefði blotnað (við komumst seinna að því að henni hefði verið stolið...actual símalínunni sjálfri!)Sem sagt, ef að vörubíll keyrir framhjá í rigningu þá færumst við nokkrar aldir aftur í tímann! Nú er netið farið að láta illa. Ég get ekki beðið eftir að heyra hvaða útskýringu við fáum núna, kannski er röng vindátt eða eitthvað....

Solo song shareið þar sem ég þarf að syngja einsöng er á fimmtudaginn. Ég er að hugsa um að skera úr mér tunguna svo ég sleppi við það...reyndar er ég nokkuð viss um að söngkennarinn minn myndi samt láta mig syngja, "sing you fuckers!" maður rífst ekkert við svona...

8 Comments:

At 6:44 e.h., Blogger Ededededed said...

Jei, hæ! :)

 
At 10:27 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

Ég hef komið heim til þín, samt ímynda ég mér núna London Dickens plús pláguna miklu út frá þessum lýsingum.

 
At 3:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vei skál fyrir bloggingum! og jii vá ég veit hvað svona drasl er pirrandi maður fúff for god´s sake ég bý í Ungverjalandi!!

 
At 5:32 e.h., Blogger Atli Viðar said...

ég sé fyrir mér Áslaugu með sixpensarann, biðjandi gasmanninn um aðeins meira gas.. "Please sir, could we have some more..? And perchance a few extre bits and bytes for the wireless guv?"

 
At 11:35 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

oh ég hélt að þú myndir núna blogga æsifréttir úr stórborginni daglega. Hvað er frétta af Amy Winehouse? er hún ekki bara góð, snemma að sofa og borðar hollt ha?

 
At 1:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vei, hundrað ára borg!!

 
At 11:39 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

first!

 
At 3:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, Áslaug :o)
Ég var að finna bloggið þitt. Ég á líka blogg. Vill þitt blogg vera memm?
Minn er tinna.skrifar.net
Ég set þig á linkalistan minn :o)

 

Skrifa ummæli

<< Home