miðvikudagur, desember 03, 2008

Takk takk

Nú er Þakkargjörðarhátíðin gengin um garð og svei mér þá ef ég gæti ekki bara haldið uppá hana á hverju ári! Eins og áður kom fram fór ég í heimsókn til Blakes vinar míns til Sugarland sem er í úthverfi Houston. Þar sem foreldar hans skildu fyrir mörgum árum og pabbi hans er nýgiftur og fluttur inn með annarri konu þá hafa Blake og systir hans gamla hús fjölskyldunnar útaf fyrir sig. Sweet! Að sjálfsögðu var því haldið partý kvöldið sem við komum sem endaði í því að eldhúsið var þakið bláu hárspreyi...Eftir að hafa borðað frekar þurran kalkún hjá afa og ömmu Blakes, sem spurðu okkur Flosa spjörunum úr um álit okkar á Jesú, fórum við Flosi með Hönnuh systur Blake's á bar þar sem geðveikt cover band var að spila. Þar komumst við að því að fólk í Houston hefur gaman af því að drekka skot...mörg skot...með mörgum tegundum af áfengi í. Ég var ekki hress daginn eftir. Sem var einmitt afmælisdagurinn minn, JEI!! Við byrjuðum daginn á því að fara í nálægt moll. Íslendingar vita það kannski ekki en dagurinn eftir Thanksgiving er kallaður Black Friday vegna þess að þá eru brjálaðar útsölur og allir Bandaríkjamenn klikkast. T.d lést einn starfsmaður Walmart í NY í ár eftir að hafa verið troðinn undir af æstum viðskiptavinum...viðskiptaÓvinum öllu heldur! HAH!...eða ekki. Allavega, við komumst fljótlega að því að þetta hafði ekki verið besta hugmynd í heimi og fórum því fljótlega heim að reyna að sofa úr okkur þynnkuna. Um kvöldið, eftir að hafa borðað vangefið góðan mat hjá hinum afa þeirra, sem btw er margverðlaunaður meistarakokkur, var svo farið aftur á barinn. Við vöknuðum öll með hálsríg daginn eftir, eftir allt rokkið. Svo heppilega vildi til að Hannah átti afmæli á laugardeginum þannig að við borðuðum á geðveikum sushi stað og fórum síðan á duelling piano bar. Þar er sem sagt svið með tveimur flyglum bak í bak og þar spila menn hvaða lag sem þeir eru beðnir um og segja brandara og svona. Að sjálfsögðu komust þeir að því að við ættum afmæli og kölluðu okkur uppá svið og létu okkur dansa við risastórt uppblásið typpi....ég hef alveg gert minna vandræðalega hluti. Seinna um kvöldið var svo komið heilt band uppá svið í brjáluðum fíling og eftir rúmlega fjögur jellóskot úr sprautu var ég dregin aftur uppá svið...hvað er málið með að þurfa að dansa eins og drusla uppá sviði?? En þrátt fyrir þetta þá skemmti ég mér sjúklega vel og það er ekki laust við að það hafi runnið eitt lítið tár niður vanga minn þegar ég þurfti að snúa aftur til Nac. En hins vegar verð ég komin í jólafrí eftir 9 daga og þá liggur leiðin beint til LA þar sem ég mun meika það í Hollywood áður en ég flýg til Orlando til að hitta fjölskylduna og Mikka Mús. Vei fyrir því!

4 Comments:

At 10:46 f.h., Blogger Sandra said...

áslaug

gerðu "enter"

elska þig

 
At 11:28 e.h., Blogger Herra Forseti said...

Mér leiðist enter!

 
At 4:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bwahaha djöfulsins snilld hefur þetta verið!:)
En obobobb alveg hefur þetta nú orðið vandræðalegt allt þetta tal um jesú var það ekki?
Annars bara óska ég þér yndislegs jólafrís!

 
At 10:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Infatuation casinos? enquiry this stripling [url=http://www.realcazinoz.com]casino[/url] superintend and counterfeit online casino games like slots, blackjack, roulette, baccarat and more at www.realcazinoz.com .
you can also scrutinize our fresh [url=http://freecasinogames2010.webs.com]casino[/url] shepherd at http://freecasinogames2010.webs.com and transport off the palm current tangled currency !
another unsurpassed [url=http://www.ttittancasino.com]casino spiele[/url] array is www.ttittancasino.com , in complete in on loam german gamblers, prearrange unrestrained online casino bonus.

 

Skrifa ummæli

<< Home