mánudagur, október 27, 2008

Here I go again!

Jæja...ég var víst eitthvað búin að tala fjálglega um það að þegar ég kæmi til Texas myndi ég sko byrja að blogga aftur til að deila ævintýrum mínum með alheiminum. Nú er ég búin að vera hér í tvo mánuði og ekkert bloggað...

Þangað til núna!!

Þessi skyndilega bloggþörf mín hefur ekkert með það að gera að ég á að vera að skrifa Reflective Journal-inn minn, onei! EKKERT! Mig einfaldlega langaði til þess að tjá mig um lífið hér í Nacanowhere.

Eins og þeir skarpari af vinum mínum hafa kannski tekið eftir þá bý ég ekki lengur í Sidcup. Ég bý ekki einu sinni lengur á Íslandi. Tja, eða í Skotlandi. Nei nú bý ég í smábænum Nacogdoches í hinu magnaða fylki Texas í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Og mér leiðist.

Ekki misskilja mig, það hefur verið frábært að fá að kynnast ólíkri menningu og fólki. vandamálið er bara það að bærinn minn samanstendur eiginlega bara af einni götu og háskólacampusinum. Og þegar maður á ekki bíl þá minnka möguleikarnir á því að gera eitthvað skemmtilegt enn meira. En sem betur fer eru þrír af fjórum börum bæjarins í göngufæri frá íbúðinni minni. Það sem verra er er að þessir barir eru: Kúrekakaríókí, R&B næturklúbbur sem spilar engin lög sem maður þekkir, og Redneck pool-bar. Þeir sem geta giskað rétt á uppáhaldið mitt fá verðlaun....

Reyndar eru líka fullt af partýum ef maður vill, en eftir þriðja frat-partýið mitt hefur mesti ljóminn farið að keg-stöndum og beer-pongi. Og leiklistardeildarpartýin ganga aðallega útá það að reykja hass og baktala hina. Vei!

Námið hefur líka valdið mér svolitlum vonbrigðum. Allar kröfur sem gerðar voru til manns í Bruford virðast ekki eiga við hér, það er enginn agi á nemendunum og við fáum voða lítið að gera praktískt! Argh! En hins vegar er aðstaðan á campusinum frábær! Frí líkamsræktarstöð, inni- og útisundlaug, tennisvellir, körfuboltavellir, blakvellir og skvassvellir. Þannig að ég er farin að stunda líkamsrækt. Öll læknishjálp sem lesendur kunna að þurfa á að halda eftir lestur þessarrar setningar er á eigin kostnað. Svo er líka bíó á campusnum þar sem miðinn kostar dollara. Sem sagt 80 ISK þegar ég kom hingað en er nú á 120 ISK. Það er klárlega allt of dýrt.

Hvað á þessi kreppa annars að þýða ha??

En já til að berjast aðeins á móti innilokunarkenndinni sem oft grípur mann hér í Nac hef ég farið í tvær ferðir. Annars vegar til Houston og hins vegar til Dallas. Hér koma nokkrir punktar um þær:


Houston


Ætlaði að fara á tónleika með The Kooks en þeim var aflýst en í staðinn fengum við tónleika með The Wigs. Það voru ekki góð skipti.

Ætlaði að gista á Hilton hóteli, en sökum ofurölvunar ungrar stúlku sem var með í för (sem hringdi sjálf á lögguna)vorum við vinsamlegast beðin að yfirgefa herbergið.

Sat á bar eftir lokun og drakk "girlie shots" með starfsfólki og fastakúnnum.

Fann til notalgíu eftir svipuðum atvikum á Íslandi.

Hitti ameríska stelpu sem var að reyna að læra íslensku og Þjóðverja sem spurðu mig spjörunum úr um lunda. Eins gott að ég er sérfræðingur.

Dallas

Svaf yfir mig í rútuna sökum ofdrykkju kvöldið áður.

Sá staðinn þar sem JFK var myrtur og vafraði um safn honum til heiðurs.

Fór í leikhús tvisvar á eina góða sýningu og eina mjög slæma.

Fór í ævintýraleigubílaferð um ghetto Dallas.

Fór á gay-Halloween-block partý.

Drakk bara einn bjór.

Og hananú!

8 Comments:

At 3:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

jahérna megin! ameríka er umbúðir, það hef ég alltaf sagt! "við getum ekkert kennt þér, en góða skemmtun á campusnum svo þú takir ekki eftir því" góð stefna....ég vil veðja á að það hafi gamall redneck blússað upp í þér og þú kjósir pool stofuna, ekki nema að Sidcup-þrá hafi gert vart við sig og þú hangir í karókísnúrunni síknt og heilagt...efa það þó. komdu bara heim í sjittara, hér hefur bjórsala minnkað um 7% síðan þú fórst, ekki gott!

 
At 10:07 e.h., Blogger Herra Forseti said...

Og Árni vinnur....öh...eh...fría spásseringu að eigin vali næst þegar við hittumst!

 
At 1:22 e.h., Blogger the hungry doctors said...

að sjálfsögðu ertu á redneck poolbarnum með Billy Bob og Cleetus, með keppnismöllet og í kúrekastígvelum! skelltu krónu í djúkboxið fyrir mig næst! (ég geri að sjálfsögðu ráð fyrir því að þvílíkur gripur sé á staðnum)... ú ú og hvað heitir barþjónninn? er hann sálusorgari? (i think im getting to carried away here ;)

sakn í drasl!

 
At 5:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

þetta var ánægjulegt, ég er ennþá sár yfir því að þú komir ekki um jól né áramót og veit ekki hvort ég jafna mig nokkurntímann mér finnst það ósanngjarnt...og að sjálfsögðu redneck poolbar, ójá!

 
At 11:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá ég er greinilega svona fyrirsjáanleg...María að sjálfsögðu spila ég fyrir þig einn góðan kántríslagara úr djúkaranum, held að Rowdy barþjóni verði sko ekki illa við það!

Eygló mín það er nú ekkert vit í því að fara til Íslands svona í miðri kreppunni, ég legg frekar til þess að þið flýið land og joinið mér hérna á poolbarnum!

 
At 11:55 e.h., Blogger Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, heimsborgari said...

Oh, ég ætlaði að veðja á Kúrekabarinn! Hæ Áslaug :) Heyrðu, þetter bara svona Melrose hjá þér; sundlaug og enginn í vinnu og svona... Ég legg til að þú stofnir þitt eigið klappstýrulið eða farir að hjúkra heimilislausum hundum.

 
At 9:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hananú? er svo bara búið?

 
At 12:19 e.h., Blogger yanmaneee said...

kyrie 6 shoes
stone island outlet
longchamp handbags
yeezy boost 350
golden goose sneakers
a bathing ape
supreme clothing
curry 6 shoes
retro jordans
stone island

 

Skrifa ummæli

<< Home