sunnudagur, apríl 06, 2008

Flassbakk!

Ég læri aldrei af reynslunni:

Sönnunargagn nr.1:
"Sambýlingar mínir stungu af til Slóveníu þannig að núna er ég ein og yfirgefin. Sem þýðir það að ég ráfa um borgina að degi til og spila tölvuleiki full á kvöldin. Bráðum fer ég að borða kakkalakka."

Málsgreinin hér að ofan var rituð í september árið 2006.

Málsgreinin hér að neðan var rituð í apríl 2008.

Sönnunargagn nr.2:
"Sambýlingar mínir stungu af til Íslands þannig að núna er ég og yfirgefin. Sem þýðir það að ég ráfa um bæinn að degi til og horfi á DVD full á kvöldin. Bráðum fer ég að borða maura."

Ójá ég er enn og aftur einmana í útlöndum og undir árás skordýraherja. Því miður er Sidcup ekki alveg jafn áhugaverð og Edinborg. Ég er semsagt að sigla inn í síðustu vikuna af þriggja vikna páskafríi. Ég ákvað að það væri bara vitleysa að fara heim þegar ég gæti notað tækifærið og lært rosalega mikið...riight. Ég er ekki búin að læra neitt og er eiginlega bara í frekar vondum málum.

Það sem ég hef hins vegar afrekað í páskafríinu er þetta:

1) Fór til Wales í rúma viku, en eftir traumatískt kvöld á djamminu í Swansea (eða Glaumbar City eins og ég kýs að kalla hana) nældi ég mér í heiftarlega flensu og lá því uppí sófa restina af ferðinni.

2)Lá í rúminu í rúma viku í viðbót eftir að ég kom aftur til Sidcup.

3)Horfði á alla sjónvarpsþætti sem ég gat fundið.

4)Klippti á mig topp, en nennti ekki að gera neitt í því að hann er skakkari en Amy Winehouse í góðu partýi.

5)Keypti kaffikönnu.

6)Eyddi öllum peningunum mínum í föt sem mig vantar ekki.

7)Tók að mér að keyra hljóðið á sýningu niðrí skóla fyrir kennarann minn hann Steve Dykes (hee!)

En nú fer fríið að verða búið og Íslendingarnir að týnast hingað aftur og hversdagurinn getur tekið aftur við. Verð að segja að hann er mun skemmtilegri en fríin. Vei!

7 Comments:

At 6:30 e.h., Blogger Ededededed said...

En hvað með alla non-Íslendingana? Eru þeir leiðinlegir?

Páskar eru leiðinlegir. Mér leiðist núna. Koddu að Skrafla.

 
At 6:24 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

Páskafrí?? wha happa?
Dykes hee!

 
At 10:47 e.h., Blogger Ofurrauðkan said...

first!!!!

 
At 2:32 f.h., Blogger Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, heimsborgari said...

Djöfullerég sammála! Hef legið í ofáti og þunglyndi síðan ég steig fæti aftur í Sjittarann. Sem betur fer fáum við að mæta aftur í skólann á morgun og hefja hversdagslegt líf með tilheyrandi stressi, þreytu og pirringi...

 
At 1:42 f.h., Blogger Sandra said...

heyrðu pjakkur
ég fokking rúllaði ritgerðinni upp
2300 orð rituð milli kl 22.00 og 02.00
ÞAÐ er keppnis

 
At 12:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst aðkoma mín að páskafríi þínu hljóta snubbótta umfjöllun!!!!! ég er sár, reiður og fer aldrei aftur með þér í Morrisonsmojitolitahárillahangaácostaspásseraverafullípáskafríileik!!!PS:Þó ég hafi stungið af með þriggja kortera fyrirvara þá er það ekki afsökun fyrir að strika hlutverk mitt út í þínu lífi!!!
Áddni Rauði (þökk sé þér)

 
At 1:20 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Snilldarblogg hjá þér kona :)

kv. Kristín Lilja

 

Skrifa ummæli

<< Home