miðvikudagur, mars 30, 2005

Stór dagur

Hef loksins tekið eina stóra ákvörðun í lífinu....ég ætla að byrja aftur að blogga!!! En AHA! there is a catch! ég ætla ekki að segja neinum frá því, þetta verður svona leyniblogg! úhúhú, ég er svo slóttug. Ástæðan fyrir því að ég tók þessa ákvörðun er svú að í fyrsta skipti í dag lenti ég í því að surfa blogg, venjulega hef ég bara kíkt á svona 1-2 á nokkurra daga fresti hjá nánustu vinum. Það er bara nokkuð skemmtilegt að fræðast um daglegt líf fólksins í kringum mig. Ég ábyrgist það nú samt ekki að þetta blogg verði eitthvað skemmtilegt aflestrar....sem skiptir kannski ekki öllu máli, því enginn mun vita af því. Múhahaha!!! it's the perfect crime :D En þá er spurning...er maður að skrifa blogg fyrir sig eða fyrir aðra? Ja, ekki spyrja mig...
Annars er ekki mikið af mér að frétta. Lífið gengur bara sinn vanagang, peningarnir flæða burtu og bjórinn flæðir oní maga...ég hef ekki ennþá séð tilganginn í því að vinna, enda nota ég hvert tækifæri til þess að skrópa. Vinnan mín er líka svo ógeðslega depressing að ég er orðin ansi hrædd um að ég þurfi að fara að tala við hann Prosac frænda bráðum. Ég er meira að segja farin að öfunda kassadömurnar í Hagkaup af spennandi vinnunum þeirra, þær fá alla vega að tala við annað fólk! En ekki hún Áslaug, onei, Áslaug er lokuð inni í litlu glerbúri allan daginn fyrir framan tölvu sem segir ping og lætur litla krakka stara á sig í gegnum glerið...stundum gefa þau mér banana....Ég verð að komast burt!!!! Er reyndar að kúga fyrrverandi vinnuveitanda minn tilfinningalega til þess að gefa mér vinnu, við sjáum hvernig það gengur :) Er samt farin að sjá Edinborg í hillingum eftir að ég kom heim. Þar var ódýr bjór, falleg föt og enginn vindur....dæs. Hugsanlega fer ég bara þangað aftur ef það rætist ekki úr hlutunum hérna heima. Ég er nefninlega með vinnu þar, kjánarnir þarna úti vilja ólmir fá mig aftur. Mér hefur greinilega tekist vel að feika það að ég vissi eitthvað hvað ég væri að gera :D
En jæja, nenni þessu ekki lengur...kannski kemur annað blogg, kannski ekki.