sunnudagur, október 24, 2004

Úff, vá langt síðan ég hef bloggað! Sorry öllsömul, ég veit að þið hafið beðið með öndina í hálsinum eða the duck in the throat eins og við segjum hér í útlandinu.
Hmmm...hvað er að frétta? Ég eyði flestum dögum í vinnunni núna, einhver vitleysingur gerði mig að yfirmanni (Jei!) þannig að ég þarf fullt að vinna OG bera ábyrgð! Kreisí.... Annars er vinnan bara ágæt, soldið heilalaus og færibandaleg en fólkið sem ég er að vinna með er fínt. Arman vinnur á morgnana og er geðveikt næs. Hann er hálf írakskur, hálf ítalskur skoti og kjaftar út í eitt, sem er fínt af því að þá þarf ég ekki að hugsa upp eitthvað til að segja ;) Svo er Monika sem er tékknesk. Hún er þrifnaðaróð og talar mjög litla ensku, í staðinn kýs hún að tjá sig frekar með hljóðum, sem er mjög fyndið. Thomas er tveir metrar á hæð, ljóshærður og sterklega byggður. Hann er líka Frakki og talar með fáranlega high-pitched inspector Clouseu hreim...ég hélt að hann væri að grínast fyrst þegar hann opnaði munninn, og hló kurteisislega, en svo fattaði ég að aumingja maðurinn talar bara svona... :D Rob er yfirmaður minn. Hann er fínn, bara soldið stressaður. Þetta eru þeir sem ég vinn mest með, svo er eitthvað annað fólk sem vinnur þarna líka...

Annars er ég voða lítið búin að gera nema versla smá (jakka) og drekka smá (bjór). Annars er Björg systir mín að koma eftir tvær vikur. Það verður gaman. Við ætlum að fara og skoða alla túristastaðina saman, ég hef nefninlega ekki gert neitt af því. Um leið og Björg er farin heim ætla Kolla og Stefán að fara í fimm daga til Barcelona, þannig að ég verð ein í húsinu!!! Partý partý!!!! Og svo kemur Áslaug frænka í viku og svo á ég ammli og svo kem ég heim og svo koma jólin.... þannig að allt er bara á uppleið :)

þriðjudagur, október 12, 2004

and back to the real world...

hmm...hvar á ég að byrja?
Partý: Partýið var ágætt, svona týpískt partý þar sem maður þekkir engan og þarf því að gera sér far um það að virka eðlileg, mannelskandi, opin týpa...fleh. Ég var ein af þeim fyrstu sem mætti og fyrsti klukkutíminn var soldið akward. Hitti samt íslenska stelpu sem er au pair hérna og heitir Auður. Hah! það er sama hvert ég fer, alltaf finn ég Auði. Hún er voða fín, svona ofboðslega sweet og naíf sveitastelpa (enda frá Akureyri, sem ég hef heyrt að sé einhvers staðar lengst út á landi!) En bjórunum fjölgaði með klukkutímunum og brátt var ég komin í hrókasamræður við norskan þungarokkara og tvær írskar kellingar um eitthvað sem ég get bara ekki með nokkru móti munað hvað var ;) Svo var klukkan orðin hálf þrjú og mín farin að hugsa sér til hreyfings í bæinn...en onei! hérna eru allir svo siðmenntaðir að allir staðir loka klukkan 3! Þá var nú ekki mikið annað að gera nema að fara heim. Ég var samt svo heppin að fá far með pakistönskum kærasta hinnar íslensku stelpunnar sem ég kynntist. Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn bílhrædd!! Það er eins og enginn hafi sagt þeim að maður eigi að keyra hægra megin á veginum! En annars þessi stelpa...fjúff. Þeir sem sáu hana Áslaugu frænku mína á sínu versta skeiði vita hvað ég á við. Hún er appelsínugul af ljósabekkjum, alltaf á háum hælum, með brjóstin upp á bringu og eins og hún hafi málað á sig einhvers konar afríska stríðsgrímu. En hvað um það, ég ætla að hitta þær og kíkja á pöbbana á morgun. Það er gott að hafa einhvern að tala við... ;)

Vinna: Fyrsti dagurinn í dag. Mjög týpískur fyrsti vinnudagur. Maður er alltaf eins og auli, og ekki bætir það úr skák þegar frændfólk manns er búið að ljúga því að yfirmönnunum að maður hafi hálfpartinn rekið Gráa köttinn heima á Íslandi...þau voru eitthvað aaaaðeins að misskilja mig. En þetta leiddi til þess að í vinnunni í dag þá vildi eiginlega enginn sýna mér neitt vegna þess að þau gerðu ráð fyrir því að ég kynni þetta allt. Auðvitað kann ég eitthvað,en það er bara allt flóknara þegar það er á öðru tungumáli og með skrýtnum peningum. Góðu fréttirnar eru samt þær að yfirmaðurinn minn er að hugsa um að hækka mig í tign og gera mig að shift leader, sem er basicly vaktstjóri. Það þýðir að ég fæ hærri laun en þessi skíta 4.85 pund á tímann sem ég er að fá núna...haha að ég kann ekkert að vera yfirmaður og höndla peninga og svona...en það lærist kannski.

En talandi um peninga...og þar af leiðandi shopping, þá hef ég afrekað það á einni viku að kaupa mér þrjú pör af skóm, hvert öðru fallegra!! En nú er ég reyndar búin að setja sjálfa mig í skóbúðabann, sem er reyndar ekki nógu gott því það er ekki mikið af flottum fatabúðum hérna...eða kannski er ég bara ekki að fíla tískuna í dag. Það eru nú líka fullt af verslunum sem ég á eftir að kanna....hahah happy times!!!


föstudagur, október 08, 2004

Partý!!

Jei og jibbí!!!

Íslensk stelpa sem býr hérna var að hringja og bjóða mér í partý á morgun!! Loksins fæ ég bjór og fólk á mínum aldri!! Skrifa allt um partýið á morgun :)

Gleði gleði gleði!

Jibbí! Að sjalfsögðu tókst mér að næla mér í flensuna sem er að ganga, enda varla til betri leiðir til að kynnast heimönnum en að gleypa sýklana þeirra. Þetssi flensa hefur svo leitt til þess aðég get ekki byrjað að vinna og þar af leiðandi ekki kynnst fólki á mínum aldri sem svo aftur leiðir til þess að ég get ekki kannað pöbbana hér...argh!! ljóta ónæmiskerfi...en annars er ég nú búin að ná að gera svolítið. Fór um daginn niðrá aðalverslunargötuna hér, Princes Street (rétt skrifað) og leist bara ágætlega á hana, keypti mér að vísu ekkert en það verður bætt úr því fljótlega, það er bara svo erfitt að sjoppa þegar maður er með smábarn í kerru. En djöfull er það samt næs að búa svona hjá frændfólki, ég held að ég sé bara búin að eyða um 15 pundum síðan ég kom!! Reyndar er ég ekki búin að drekka neinn bjór en samt þetta er fjandi gott! Í gær fórum við svo og skoðuðum gamla bæinn. Fyrst þurftum við að labba upp að gamla kastalanum sem er hérna í miðbænum. Ég hélt ég myndi deyja! Af hverju er ekki hægt að byggja kastala á jafnsléttu?? En síðan lá leiðin niðrá Grassmarket sem er hverfið þar sem fólk var líflátið í gamla daga. Nú eru þar fullt af pínkulitlum, sjarmerandi búðum sem selja allt frá skotapilsum til indverskra slæðna. Ég ætla að kíkja þangað aftur þegar ég hressist. Annars hef ég voðalega lítið fengið að skoða mig um ein, en það hlýtur að lagast þegar þau átta sig á því að ég verð lengur en eina viku hjá þeim...vona það alla vega. En jæja, nú ætla ég að fara að horfa á skoskt sjónvarp. Það er ein stöð hérna sem er sviðuð Skjá 1, bara þættir :)

Fylgist með í næstu viku þegar Áslaug tekst á við kaffiþyrsta Skota...

fimmtudagur, október 07, 2004

Prufa íslenska stafi...

Eitthvað undarlegt í gángí með blessaða íslensku stafina... þæéðúíó

miðvikudagur, október 06, 2004

Smástelpa í stórborg...

argh!! djöfuls drasl!! Það átti að vera meira!!

Nenni ekki að skrifa það allt aftur núna, segi bara frá því seinna...

Argh!!! Fjandans drasl! Það átti að koma fullt af drasli á eftirsíðasta bloggi!!!
nenni ekki að skrifa það aftur, segi bara frá því seinna...

Jæja, þá er komið að því! Fyrsta bloggið jei!!! Blogg blogg blogg!! hahaha!!!!!

Í dag er annar dagurinn minn hér í Edinborg og ég er búin að læra ýmislegt. T.d það að hér þarf maður að eiga kreditkort ef maður vill komast í þráðlaust net á kaffihúsum...fjandans nísku skotar! ég á ekkert kreditkort!! Þannig að draumur minn um að finna skoskan Kaffibar þar sem ég get hangið allan daginn og sötrað bjór og bloggað er úti :(

En hvað um það...ferðin hingað gekk mjög vel fyrir utan smá eyrnaóþægindi í flugvélinni og fúlan rútubílstjóra. Edinborg er held ég bara fallegasta borg sem ég hef séð, endalausir kastalar og Harry Potter byggingar. Á kvöldin leggst svo mjög sérstök lykt yfir borgina, sem ég get ekki lýst betur en lykt af reyktri partýskinku með Dijon sinnepi...mmmm :) Ég spurði Stephen, mann frænku minnar, hvaða lykt þetta væri og hann sagði mér að þetta væri lyktin af því þegar þeir væru að brugga bjórinn...er ég í himnaríki eða hvað?? Ég fékk mjög fínt herbergi með stóru rúmi og risaskáp. Eftir að ég var búin að koma mér fyrir fór ég með Kollu frænku í smá göngutúr um hverfið.