laugardagur, febrúar 10, 2007

Við erum blair,við erum hvítir...tralla la

Borgin mín er full af bullum. Fullum bullum. Í dag er Skotland að keppa við Wales í rugby og leikurinn fer fram hér í Edinborg. Ég spái óeirðum hvernig sem fer.

Ég er auðvitað ekki svo ófáguð að ætla að horfa á leikinn með bjór í annarri og haggis í hinni. Onei, ég ætla í kokteilboð með íslensku mafíunni, í kjól og hælum með mojito í annarri og páfugl í hinni (eða eitthvað annað álíka fágað, ég á engan páfugl í alvörunni).

En af því að heimurinn hatar mig, allir eru á móti mér og ég á mest bágt í heiminum þá er ég að fara að vinna í fyrramálið og get því ekki verið fáguð mjög lengi. Aumingja, aumingja ég ;)

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

If we had monkeys in Scotland, we'd deepfry them.

Ég fór að sjá Last King of Scotland um daginn, og vá maður. Vá. Ég elska myndir sem hreyfa svona við manni. Þegar ég kom út átti ég erfitt með andardrátt og hjartað hamaðist á fullu og allt var einhvern veginn öðruvísi en þegar ég fór inn. Mæli með henni.

Fyndið samt hvað það blossaði uppí manni mikill þjóðerniskennd þegar Skotland kom við sögu, ég er greinilega farin að aðlagast :)

Af hverju eru ekki 30 klukkustundir í sólahring??