föstudagur, mars 31, 2006

Gasp!

Ok nú er ég hætt að geta andað. Fimm dagar í frumsýningu og við höfum enga tónlist, ljósin eru ekki tilbúin og við höfum engan endi. Argh!

Allir að koma samt og sjá. Farið á www.studentaleikhusid.is Núna!

miðvikudagur, mars 22, 2006

Músík

Skemmtilegt hvað tónlist hefur áhrif á göngulag manns. Ég var eins og svo oft áður að rölta niður Laugaveginn og hlusta á ipodinn minn. Fyrst var ég að hlusta á It's a motherfucker með Eels og þá gekk ég hægum þungum skrefum, hokin og starði niður í götuna. Á eftir því kom svo Red right hand með Nick Cave og þá rétti ég snarlega úr bakinu, stikaði ákveðnum skrefum og mætti augnaráði allra sem mættu mér. Svo fór ég og fékk mér kaffi í götumáli (sem gerir mann automatískt meira kúl) hlustaði á Groovin með Damian Rice og hálfvalhoppaði brosandi alla leiðinna út í strætóskýli. Magnaðast af öllu er samt að labba upp Laugaveginn að kvöldi til með Good morning captain með Slint á fullu blasti í eyrunum. Mæli með því.

laugardagur, mars 18, 2006

vitleysingur

Alveg er það merkilegt hvað manni finnst oft, á öðrum bjór, meiri bjór og 3 tíma svefn vera frábær hugmynd. Mér fannst það frábær hugmynd í gær. Mér fannst það ekki frábær hugmynd í morgun þegar ég skakklappaðist í vinnuna í litlu skónum hennar Ingu af því að mínir voru svo blautir.

Það er samt líka alveg merkilegt hvað það er gaman að djamma þegar maður ætlar ekki og á ekki að vera að djamma. Það var t.d. gaman í gær. Ég söng írsk þjóðlög, gifti mig tvisvar, dansaði eins og óð væri og borðaði pulsu með engu (og Ingu).

Ótrúlega retro vinnudagur í dag. Ég mætti þunn, var að vinna með Gunnhildi og það var brjálæðislega KREISÍ mikið að gera. Allt þetta hefur ekki gerst í langan tíma. En samt var það ekki gaman.

En núna ætla ég að fara að sofa og vera bara heima í kvöld!

föstudagur, mars 17, 2006

Aftursnúin

Ég er ömurlegur bloggari, ég veit það. Undanfarið er bara eins og ég hafi misst allan áhuga á því að blogga, það er orðið að einhvers konar kvöð og ég er náttúrulega svo mikill rebell að ef ég Á að gera eitthvað þá geri ég það alls ekki. En núna er ég að blogga. Samviskubitið varð mér ofviða.

Góðu fréttirnar eru þær að tilvistarkreppan er liðin hjá í bili. Ég ákvað að vera bara ánægð með að vera búin að taka ákvörðun um að fara út í haust og láta bara þar við sitja. Hitt reddast svo bara seinna.

Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að ég á mér ekkert líf lengur. Stúdentaleikhúsið stal því. Það lítur meira að segja út fyrir það að ég sé ekkert að fara að djamma um helgina! Það hefur ekki gerst frá því að ég var lítil stúlka. Samt er ógó gaman í Stúdentaleikhúsinu og allt stefnir í að við setjum upp súrustu sýningu sem sést hefur á íslensku leiksviði. Skyldumæting fyrir alla.

Vá það er svo langt síðan ég hef bloggað að ég á alveg eftir að tjá mig um fullt af hlutum. Ég var búin að semja fullt af bloggum í hausnum á mér en nú er ég búin að gleyma öllu. Hmmm...smá upptalning:

Óskarinn: Skandall!!

Pétur Gautur: Var að bíða eftir bestu leiksýningu í heimi en hæpið sveik hana, hún er bara góð. Mér finnst það samt mjög góð þróun að hafa unga, myndarlega leikara á nærbuxunum mestalla sýninguna. Meira svona takk.

Síðasta helgi: Er ég í alvörunni eina manneskjan sem fílar rokkabillí í tætlur? Hættiði að þykjast vera svona kúl alltaf.

Foreldrar í útlandinu: Komu heim með báðar seríur af Arrested Development og ipod airplay. Ég er glöð.

Linkalist: Ég virðist vera með eitthvað undarlegt template því það er ekki gefinn neinn kostur á linkalista, ég skal fara að finna út úr þessu bráðum svo ég geti hætt að vera svona sjálfhverf. (æj hvern er ég að plata...)

Samkynhneigð: Hið besta mál svo lengi sem þau gefa mér frítt áfengi.


Almennt:
Ég vil bæði þemapartý og sumarbústaðaferð bráðum.

fimmtudagur, mars 02, 2006

Meira væl

Ég er svo sjúklega tilvistarkreppt þessa dagana að það má varla anda á mig. Allt í einu rann það upp fyrir mér að ég er að verða gömul. 24 ára gömul. Það væri samt allt í lagi, ef ekki væri fyrir það að ég hef ekki hugmynd um það hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Ekki græna glóru. Nú segja eflaust sumir " en Áslaug mín nú ert þú nú í háskólanámi" Hah fokking hah! Ég er ekki í háskólanámi fyrir 500 kall og þótt ég asnist til að ná prófunum hef ég bara enga passjón fyrir þessu námi og það finnst mér alveg ómögulegt því ég nenni ekki að gera hlutina ef ég hef enga ástríðu fyrir þeim. Og hana nú! End of rant.

Óskarinn er á sunnudaginn og ég er ekki enn búin að sjá allar myndirnar. Ætla að reyna að bæta úr því með maraþon bíóferðum næstu daga.

Eitthvað fleira gleðilegt svo ég hljómi ekki eins og bitur gömul kelling...