sunnudagur, nóvember 28, 2004

ammli!!!!!

Jei ég á afmæli í dag!!!! og er af einhverjum ástæðum búin að vera með skítamórals-afmælislagið á heilanum í allan dag....Var annars bara að vinna í morgun :( er svo að fara út að borða með Kollu og Stefáni í kvöld og svo kannski gera eitthvað rólegt með Sibbu og Andra í kvöld...ég þarfnefninlega að vinna kl. 7 í fyrra málið, 5. daginn í röð!! Jólatúristarnir eru byrjaðir að koma þannig að það er alltaf fullt út að dyrum :( Mér finnast tóm kaffihús best... en svo fæ ég langt frí og get farið og skoðað þýska jólamarkaðinn sem er búið að setja upp hér í miðbænum. Af hverju þeir eru með þýskan markað en ekki skoskan veit ég ekki, en fregnir herma að þar sé hægt að fá ágætis pulsur (sem er venjulega ekki séns í Skotlandi...oj bara!) og það meira að segja með steiktum lauk! Ja, detta mér nú allar dauðar....en annars gengur lífið bara sinn vanagang. Ég kem heim eftir 25 daga...jei!! en það er ekki laust við að ég eigi eftir að sakna Skotlands soldið, sérstaklega ódýra bjórsins :)
Takk takk allir sem höfðu samband í tilefni dagsins og þeir sem sendu mér gjafir eru bestir!! Þið sem gerðuð það ekki eruð ekki alveg best.... ;) nei djók, enga heimtufrekju....

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Jæja..jájá...einmitt...hmm...fyndið þegar maður skrifar svona sjaldan að þá er líklegast fullt af hlutum búnir að gerast á milli blogga en samt man maður aldrei neitt...ó jú!!! Ég fór á mesta snilldarstað ever með Sibbu, Andra og Áslaugu frænku (hún kom sko í heimsókn). Þetta er indverskur veitingastaður mjög snyrtilegur og næs, mjög ódýr og maður fær fullt af góðum mat og það sem best er...BYOB eða bring your own booze!!! Hversu mikil snilld!!! Í staðinn fyrir að eyða fullt fullt af pening í dýrt veitingahúsavín þá fer maður bara út í næstu sjoppu, kaupir sér kippu á 500 kall og taka með sér. Ef maður þarf að bíða eftir borði getur maður bara farið á barinn við hliðiná, keypt sér drykk og tekið hann svo með sér yfir þegar borð losnar...magnað! Verst að þetta myndi aldrei ganga á Íslandi, fólk myndi bara koma og kaupa sér franskar og drekka svo bara allan daginn... En já, Áslaug frænka kom í heimsókn og var í átta daga. Ég var reyndar að vinna allan tímann sem við vorum í bænum þannig að það var lítið um djamm. Um helgina fórum við upp í skosku hálöndin. Það var gaman. Frekar líkt Íslandinu góða nema bara miklu fleiri tré...mér finnst tré spúkí...Fyrstu nóttina gistum við hjá ógeðslega næs bændahjónum sem reka svona B&B uppí fjöllum. Þau buðu okkur bara inn í stofu í te og svona. Manni leið bara eins og maður væri kominn til afa og ömmu...mjög fínt. Seinni nóttina gistum við svo í svona mini kastala sem var 200 ára gamall. Það var fínt en ekki alveg jafn næs samt. En nú er ég búin að sjá allt það markverðasta á Skotlandi, Loch Ness, Rob Roy safnið, kastalann þar sem Highlander var tekinn upp, William Wallace minnismerkið og endalausa aðra kastala...úff, Skotar voru kastalabrjálaðir! En síðast en ekki síst þá fórum við til smábæjarins St. Andrews þar sem enski draumaprinsinn William er að læra. Undarlegt samt, ég var þarna í alveg tvo tíma, án þess að sjá hann og án þess að hann bæði mig um að giftast sér!! Frekar lélegt tourist attraction það!! Ég er svona hálfnuð með að kaupa jólagjafirnar sem mér finnst bara nokkuð gott miðað við mig...og svo á ég ammli á sunnudaginn!!!!!!!!!!!!!! JEI!!!!!!!!!!!! og ég fæ leynigest í heimsókn!!!!!!!!! eða reyndar bara Ragga en maður getur ekki alltaf fengið allt :( djók!! hahahah ég er svo fyndin...en mér tókst nú samt að skrifa ágætlega mikið...jamm...ok

föstudagur, nóvember 12, 2004

Helvítis internet!!!

Búið að vera endalaust vesen. Stefán er að reyna að deila nettengingunni á milli talvanna okkar en það gengur ekki neitt, þannig að ég hef ekkert komist á netið í lengri tíma. Og ég get auðvitað ekki farið á kaffihús með tölvuna mína því ég á ekki kreditkort...ég sakna elsku tæknivædda Íslands. Skotar hafa ekki hugmynd um hvernig hlutir eins og internet tengingar og gemsasamband virka! Annars var síðasta vika frábær. Björg systir kom í heimsókn og við brölluðum ýmislegt saman. Við fórum t.d. að skoða kastalann og í draugagöngu. Í draugagöngunni er farið með mann um gamla bæinn og manni sagðar sögur um lífið og tilveruna í edinborg fyrir hundruðum ára, hvernig nornir voru drepnar (settar í tunnu með nöglum og rúllað niður brekku, aftur og aftur) og hvernig fólk var hengt (stundum gekk það illa, ein kona lifði í 60 ár eftir að hún var hengd). Annað slagið hoppa svo einhverjir grímuklæddir lúðar fram úr húsasundum og reyna að hræða mann. Ég var sko ekkert hrædd!! (í alvöru!!) Svo fórum við líka aðeins að versla...bara pínu...ég þarf örugglega að fara með svona 4 ferðatöskur heim!!!! Ég braut sjálfskipaða útlegð mín frá skóbúðum og keypti mér skó...og aðra. Eitt parið er reyndar bara svona sængurskór og þeir eru yndislegir! Mér tókst samt einhvern vegin að eyðileggja á mér fæturna með öllu þessu labbi. Ristin á mér er geðveikt aum og alveg stokkbólgin. Mér var bannað að koma í vinnuna á morgun eftir að hafa haltrað þar um í tvo daga. Þannig að ég ætla bara að liggja upp í sófa og horfa á eitthvað af þessu endalausa DVD sem ég er búin að kaupa. Það er samt soldið erfitt að kaupa DVD hérna því það er sama hvað maður finnur það ódýrt, þá er bókað að maður finnur það ódýrara einhvers staðar annars staðar!! Mikið moral dilema. Ég er líka búin að fara alveg fáranlega mikið í bíó síðustu vikuna eða alls fjórum sinnum á fimm dögum! Nokkuð gott bara :) Ég og Björg fórum að sjá The Grudge eftir draugagönguna (alveg ágæt bara) Bridget Jones The Edge of Reason daginn eftir (meira af því sama en mjög skemmtileg) og Finding Neverland daginn þar á eftir (oh my god Johnny Depp!!!!!) svo daginn eftir að Björg fór fór ég með Sibbu og Andra kærastanum hennar á Bad Santa (snilld) Held ég taki samt smá breik frá bíóferðum í bili. Maður fær samt alveg fáránlega stórt popp og kók ef maður biður um venjulegt, og þeir selja pulsur í bíó! Ég hef samt ekki ennþá safnað kjarki til að prófa þær. Ef þær líkjast hamborgurunum (risa kjötbolla í brauði) eitthvað þá held ég að ég sleppi því. Áslaug frænka kemur svo í næstu viku. Ég spái miklu djammi. Hef samt ekki ennþá fundið góðan stað til að djamma...verð að redda því. Fór um daginn á pöbbinn með stelpu úr vinnunni. Það var geðveikt gaman en hún er samt að fara heim til Ástralíu á laugardaginn. Týpískt! Glasgow gaurinn sem var að byrja í vinnunni er líka hættur því hann ákvað að fara til Malasíu í fimm vikur, þannig að von mín um að pikka upp hreiminn frá honum er fokin út í veður og vind. Týpískt! Jólahelvítið á kaffihúsinu byrjar 15 nóv. Ég er alveg að drepast úr spenningi....NOT!!!

mánudagur, nóvember 01, 2004

HÓ HÓ HÓ!!

Skotar eru geðveikir. Það eru svona tvær vikur síðan að búðirnar byrjuðu að setja upp jólaskreytingarnar og nú er komið stórt jólatré á eina af aðalgötunum...og ég sem hélt að við byrjuðum snemma heima á Íslandi. Sem betur fer erum við samt ekki byrjuð að spila jólalögin á kaffihúsinu, annars væri heilinn í mér bráðnaður löngu áður en ég kæmi heim...vonandi slepp ég með hálfbráðnaðan heila. Annars er allt gott að frétta héðan. Mér hefur, merkilegt nokk, ekki ennþá tekist að klúðra uppgjörinu í vinnunni þannig að ég held að allt sé bara í gúddí þar á bæ. Það var að byrja nýr strákur sem er geðveikt hress og spjallar rosalega mikið. Gallinn er bara sá að hann er frá Glasgow og er með alveg rosalegan, þykkan skoskan hreim þannig að ég skil ekki nema helminginn af því sem hann segir. Þannig að ég er búin að fullkomna hið svokallaða "nod and grin" sem er þannig að maður færir höfuðið hratt upp og niður á meðan maður reynir að láta munninn á sér ná utan um sitt hvort eyrað. Að vísu lætur þetta mig líta út eins og hálfvita en það er samt skárra en að vera sífellt að hvá...
Í gær var Hrekkjavaka, ég fór samt ekki í neinn búning, ég gerði soldið miklu skemmtilegra...ég fór á næturklúbb fyrir samkynhneigða. Það er nú nógu mikið fjör þar venjulega en á Halloween verður allt brjálað. Þetta er soldið svona eins og rave, nema að það er spiluð diskótónlist. Staðurinn er bara einn stór með pöllum meðfram veggjunum sem er hægt að dansa uppá. Og það var sko dansað! Endalaust af púkum, nornum og keðjusagamorðingjum nuddandi sér ögrandi upp við hvort annað. Þetta var eins og í bíómynd...mjög spes, og ég græddi djöflahorn og þrífork! Ekki slæmt!
Annars var ég að komast að því að hún Sibba úr MH er hérna með kærastanum sínum, þannig að ég ætla að fara að hitta hana á morgun, það verður örugglega gaman...annars verð ég að fara að finna mér einhverja Skota til að hanga með, mér gengur ekkert með hreiminn! Ég er nefninlega að vinna með svo mörgum útlendingum að ég kem heim með einhvern spænsk-pólsk-franskan hreim sem er eiginlega bara frekar asnalegur. Björg systir mín er að koma eftir 3 daga og ég hlakka geðveikt til. Við ætlum að fara og túrhestast eitthvað, ég hef ekkert gert af því, er bara búin að skoða verslanagöturnar ;) Ég er samt búin að kaupa nokkrar jólagjöfir sem er nokkuð gott verð ég að segja. Snemmbúna jólaæðið er greinilega smitandi...
Takk fyrir kommentin allir saman, gaman að heyra í ykkur, sérstaklega fólki sem ég heyri aldrei í eins og Betu. Allir að klappa fyrir Betu!!
En nú fer að styttast í að ég komi, bara tveir mánuðir eftir...vá