mánudagur, mars 10, 2008

Great Britain??

Eins og dyggir lesendur þessa bloggs muna þá eyddi ég ansi mörgum orðum í það að hneykslast á því hvað Skotar væru aftarlega á merinni í ýmsum málum. Ég taldi mér samt trú um það að þegar ég væri flutt til höfuðborgar Englands að þá gæti þetta ekki verið svo slæmt...ég hafði rangt fyrir mér.

Ekkert í þessu landi virkar. Ever. Tökum sem dæmi gasmælinn á heimilinu. Hann virkar þannig að í honum er kort sem við þurfum að taka út og hlaupa með út í sjoppu þegar við viljum fylla á gasið. Nú er það búið að gerast þrisvar sinnum á stuttum tíma að þegar við stingum kortinu aftur í mælinn að þá kemur hann með hina frekar dramatísku uppástungu: Call help! Við hringjum þá í einhverja þjónustulínu þar sem okkur er sagt að við verðum að bíða eftir gasmanninum í svona 4-5 tíma. 10 tímum seinna mætir hann svo og ýtir á einn takka. Hann vill ekki kenna okkur að ýta á takkann, onei, þetta mega bara faglærðir gasmenn gera. Rugl. Ástæða þessara síendurteknu bilana var okkur svo sagt að gæti verið sú að við búum við umferðargötu. Þegar síminn hætti allt í einu að virka var okkur sagt að það gæti verið af því að símalínan hefði blotnað (við komumst seinna að því að henni hefði verið stolið...actual símalínunni sjálfri!)Sem sagt, ef að vörubíll keyrir framhjá í rigningu þá færumst við nokkrar aldir aftur í tímann! Nú er netið farið að láta illa. Ég get ekki beðið eftir að heyra hvaða útskýringu við fáum núna, kannski er röng vindátt eða eitthvað....

Solo song shareið þar sem ég þarf að syngja einsöng er á fimmtudaginn. Ég er að hugsa um að skera úr mér tunguna svo ég sleppi við það...reyndar er ég nokkuð viss um að söngkennarinn minn myndi samt láta mig syngja, "sing you fuckers!" maður rífst ekkert við svona...

mánudagur, mars 03, 2008

Eins og Fönix úr öskunni

Rís herraforseti upp frá dauðum. Vegna fjölda áskoranna (og alls ekki vegna þess að ég var að gúgla sjálfa mig og komst að því að þetta blogg er með því fyrsta sem kemur upp og fékk samviskubit yfir því að láta visku mína ekki lengur hellast yfir alnetsheiminn)hef ég ákveðið að byrja aftur að blogga. "En Áslaug" segið þið kannski, "blogg er löngu dautt, nú eru bara allir á facebook" "pah!" segi ég við því "ég fylgi sko ekki tískustraumum þegar kemur að því að deila vonum mínum, væntingum og þrám með fróðleiksþyrstum almenningi"

Og þar hafiði það.

Þar sem ég hef ekki bloggað síðan í byrjun síðasta sumars er nánast ógjörningur að ætla að skrifa um allt sem á daga mína hefur drifið síðan þá. Því mun ég gera lista (jei!)

ÞAÐ SEM Á DAGA MÍNA HEFUR DRIFIÐ FRÁ SÍÐASTA BLOGGI:

Ég flutti til Sidcup og byrjaði í skólanum

Ég fann íslenska rónaketti til að hanga með á pöbbnum

Ég keypti mér óeðlilega mikið magn af skóm

Ég söng fyrir framan annað fólk, ódrukkin

Ég sannfærðist um það að aldur er bara hugarástand

Ég fokkaði upp fjármálunum mínum

Ég reddaði þeim aftur (þannig séð)

Ég skemmti mér bara helvíti vel


sko sex mánuðir uppgerðir á einu bretti, djöfull er ég efficient eitthvað...

Jæja, kannski kemur annað blogg seinna, kannski ekki...