þriðjudagur, maí 29, 2007

Ja svei!

Nú held ég að ég deyi bara úr leiðindum.

föstudagur, maí 25, 2007

Einmitt þegar ég hélt að ég gæti ekki orðið meira töff

þá var ég sett í róðralið HB Granda.

Sjómannadagurinn vúúú!

miðvikudagur, maí 23, 2007

Ehemm

Ég ætlaði að vera löngu búin að blogga um heimkomuna og allt sem á daga mína hefur drifið síðan þá en...ég lenti í því að nenna því ekki.

En það verður lagað hér og nú!

Heimferðin gekk framar öllum vonum. Ég fékk góða konu á flugvellinum til þess að tékka sig inn með mér og slapp þess vegna við að borga yfirvigt, flugið gekk eyrnavandræðalaust og ég var ekki tekin í tollinum heldur var bara hlegið að mér og risatöskunni minni. Þ´ví verður samt ekki neitað að þær voru blendnar tilfinningarnar sem gagntóku mig við heimkomuna og ég gæti jafnvel hafa fellt eins og eitt salt tár við lendinguna. Kannski ekki skrýtið þar sem að í Edinborg var sól og blíða og kirsuberjatré í blóma en á Íslandi grámi,rok og rigning.

En auðvitað var gott að koma heim og var að sjálfsögðu tekið rækilega á því á djamminu. Ég er nú reyndar ansi hrædd um að bráðum fari lifrin mín að segja stopp. Og veskið reyndar líka (ég á víst að vera að spara fyrir skólanum, úbs)

Og svo er það vinnan...ah blessuð vinnan. Ég veit fátt betra en að sitja inni í litlu herbergi fyrir framan tölvuskjá að slá inn tölur í átta tíma á dag. Hollt og gott fyrir sálina segi ég. Þar sem hápunktur dagsins er að slá inn reikninga fyrir bobbingum (það var alveg gott 10 mín hláturskast, stundum er gott að vera með sex ára heila) Reyndar hafa svona kaffistofuumræður alltaf heillað mig, ég horfi bara ekki nógu mikið á Innlit/Útlit til að geta tekið almennilega þátt í þeim. En ég hef allt sumarið til þess.

Ég nota orðið bobbingar alltof lítið...