miðvikudagur, október 25, 2006

Vinnan göfgar mig

Ykkur öllum til ánægju og yndisauka hef ég ákveðið að segja ykkur svolítið meira frá vinnunni minni:

Ég er að vinna á kaffihúsi sem heitir Black Medicine (það sem indíánar kölluðu kaffi). Þetta er frekar kósí staður sem selur, auk kaffi, alls konar beyglur, panini og smoothies. Við erum sex að vinna þarna, fimm stelpur og einn strákur sem heitir Kyle og kann nú þegar eitt orð í íslensku: Sjáumst. Hann galar því yfir allt "Tjámts!" í tíma og ótíma og hljómar soldið eins og hann sé þroskaheftur. Honum fannst það ekki fyndið þegar ég sagði honum það. Ég er eini starfsmaðurinn sem hefur ensku ekki að móðurmáli sem er fínt og mjög óvenjulegt. Eigandinn er lítill ofvirkur Skoti sem heitir Dougal og virðist aldrei verða reiður. Mér finnst það grunsamlegt. Einu sinni áttu Dougal og meðeigandi hans líka hæðina fyrir ofan og ráku þar veitingastað sem hét Nicholsons. Þangað vandi komur sínar ung kona sem sat tímunum saman og skrifaði í dagbókin sína. Hún gaf seinna út bók um strák sem hét Harry Potter. Þær eru víst frekar frægar. Þetta gerir það að verkum að á hverjum degi fáum við inn túrista sem eru að leita að veitingastaðnum, örugglega í von um að þeir fái hugmynd að metsölubók. Undarlegt og soldið pirrandi.

Fjandans hárgreiðslugaurinn sem skemmdi á mér hárið elti mig uppi og vill fá að klippa mig meira. Ég sagði nei. Þau mistök geri ég ekki aftur.

Nennir einhver að fara með vídjókameru í bíó og taka upp Börn og Mýrina og senda mér?

mánudagur, október 23, 2006

Halló vín!

Nú fer að líða að hrekkjavöku, sem er frekar mikið mál hér. Á sunnudaginn er hrekkjavökupartý á vinnustaðnum mínum. Ég þarf hjálp. Hvað á ég að vera??? Ég vil helst ekki eyða neinum pening, en ég er ekki með nein búningaleg föt með mér. Argh!

Hvað segiði, einhverjar hugmyndir?

föstudagur, október 13, 2006

Óður til hárgreiðslumanns

Fyrirgefðu mér elsku hárgreiðslumaðurinn minn. Ég braut loforðið. Ég hélt framhjá þér. En ég gerði það bara af því að ég sakna þín svo mikið. Það er of langt síðan að fimir fingur þínir hafa leikið um lokka mína. Of langt síðan að við höfum ákveðið að rokka saman. Frá þér kom ég alltaf skokkandi út með bros á vör og fallegt hár. Aldrei sveikst þú mig. Ég lofa að ég geri þetta aldrei aftur. Og nú stend ég við það! Það var hann sem tældi mig með gylliboði um ókeypis klippingu. Aldrei aftur mun ég falla fyrir því. Ég er eyðilögð. Hárið á mér er eyðilagt.

Ég lít sem sagt út eins og sex ára stelpa að framan og sex ára strákur að aftan (ég er með svona trailer trash skott)

Allir eru að fara á októberfest og í vísindaferð. Ekki ég. Ég sit uppí rúmi að borða snakk og drekka bjór...aftur.

Með ljótt hár.

mánudagur, október 09, 2006

Ég held að ég hafi óvar flutt í eitthvað þriðja heims land...Hér er ekki hægt að fá:

-Ostaskera

-Örbylgjupopp

-Hvítkál

-Brauð sem er ekki hvítt

-Frítt internet á kaffihúsum (mjög sjaldgæft)

-Bankareikning

-Bókasafnskort

Okei það er alveg hægt að fá síðustu tvo liðina en það er fjandans bögg. Hinsvegar er hægt að fá mikinn bjór, og sjaldan hef ég bjórnum neitað. Sem aftur leiðir til þess að lifrin mín er á mörkum uppreisnar.

Í dag byrjaði ég í nýju vinnunni minni, sem er ekki vinnan sem ég bloggað um síðast. ég er búin að vera frekar óheppin með vinnur hérna. En nú er ég sem sagt byrjuð að vinna á mjög fínu kaffihúsi sem heitir Black Medicine og er bara 5. mínútum frá íbúðinni minni. Í dag var fyrsti dagurinn minn og mér líst bara mjög vel á bæði vinnustaðinn og samstarfsfólkið, sem allt tekur sér minnst hálftíma á dag í að reyna að segja nafnið mitt. Engum hefur enn tekist það.

Ég hef komist að því að ég er vélmenni og ég er búin að afneita vinstri handleggnum á mér, frá olnboga og niður.

Cheers!