fimmtudagur, maí 19, 2005

Loksins Blogg!

Vá, ég er búin að vera ekkert smá löt að blogga undanfarið. Það er svona þegar maður er hættur að vinna við tölvu allan daginn, þá gleymir maður sér....
Hmmmm....ég hef nú líka ekkert frá neinu sérstöku að segja. Ég er búin að vinna á Gráa og er núna í langþráðu fríi í heila viku!!! Jibbí!! Það er rosalega gaman þó að ég hafi ekkert að gera, ég er bara búin að eyða dögunum í hangs og sull, sem er samt bara allt í lagi svona stundum. Var samt rosalega dugleg um daginn og hjálpaði Auði að mála herbergið sitt. Ég gleymi því alltaf hvað mér finnst ógeðslega leiðinlegt að mála...en eftir svona tvo tíma af málningagufum var allt farið að líta betur og skemmtilegar út :D Ég er samt ennþá með gular slettur út um allan líkamann sem bara vilja ekki fara af, jafnvel þótt ég fari í bað (ég fer alveg stundum í bað...Víst!!!)

hmmm....ég er komin með leið á sjálfri mér þannig að ég ætla að hætta þessu kjaftæði og blogga bara seinna þegar ég get verið skemmtileg.

mánudagur, maí 02, 2005

I smell like a pig!

Ég er byrjuð aftur að vinna á Gráa í smátíma. Það er ógeðslega gaman, sérstaklega að fá koss og knús frá fastakúnnum, en ég var alveg búin að gleyma lyktinni sem fylgir...úff, beikon, olíu, reykingafýla= ekki groovy shit :( En samt, jibbí! ég er laus af bókasafninu!!
Annars er er orðin frekar þreytt á þessu prófastússi í fólki, það vill bara enginn leika við mig lengur. Ég þóttist reyndar vera fátækur námsmaður um daginn, settist inná Stúdentakjallarann, sötraði bjór og skrifaði inngang að ritgerð fyrir hana Auði. Það var ágætt en ég var samt fegin þegar ég var búin, þetta er alltof mikil pressa. Það er miklu betra að stunda háskólanám eins og ég er búin að gera síðasta árið, þ.e. finna sér vini í stjórn nemendafélaganna og troða sér með í allar vísindaferðir. Það er fullt af fólki í háskólanum sem heldur að ég sé annað hvort í frönsku, bókmenntafræði eða japönsku :D

Nú er kvikmyndahátíðin víst búin. Ég er leið yfir því. Sá samt fullt af góðum myndum s.s. The Woodsman, Napoleon Dynamite og nýju uppáhaldsmyndina mína Garden State. Hún var æði. Mig langaði að hoppa og syngja og gera eitthvað magnað við líf mitt þegar ég kom út úr bíóinu. Það dugði reyndar ekki fram á næsta dag, en það var gaman meðan það varði. Fór reyndar að hugsa þegar ég fór á The Woodsman: Af hverju er maður að borga morðfjár fyrir að horfa á eymd og volæði? Er ekki nóg af því allt í kringum mann hvort eð er? Maður getur alveg horft á fréttirnar frítt. Ekki misskilja mig þetta er mjög góð mynd, en á maður ekki frekar að fara í bíó til þess að losna undan ömurleika heimsins? En hvað um það, ég horfði líka á eina frábæra mynd á vídjó, Elvira mistress of darkness. Frábær mynd fyrir alla brjóstaáhugamenn :D

P.S Það munaði hársbreidd að ég keyrði á lítinn strák í dag. Hann hljóp bara beint fyrir bílinn!! Það hefði ekki verið gaman :(