þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Nei þetta er ekki búið!

Ég er bara búin að vera frekar bissí síðustu vikur, ótrúlegt nokk!

Í þar síðustu viku vorum við Flosi með vikulangt spunanámskeið í skólanum. Það kom bara til vegna þeirra ótrúlegu leiðinda sem við höfum gengið í gegnum undanfarið. Ég var sko ekkert að grínast þegar ég sagði að Nacadoches væri krummaskuð. Námskeiðið gekk bara voða vel þó að mæting hefði mátt vera betri, en þar sem að helmingur leiklistardeildarinnar var upptekinn við að æfa stóra söngleik annarinnar,var kannski ekki við öðru að búast. Sem leiðir okkur beint inní síðustu viku:

Partur af náminu hér er að taka þátt í baksviðsvinnu við eitthvað af sýningunum sem settar eru upp í skólanum. Ég var skikkuð til að vera svokallaður dresser fyrir áðurnefndan söngleik, Big River sem byggður er á sögunni um Stikkilsberja-Finn. Vei! eða ekki...í sjö heila daga leit dagskráin mín svona út:

5:30 Mæting.
5:35-5:40 tékkað hvort allir búningar væru á sínum stað.
5:40-7:30 setið á óguðlega hörðum stól fyrir framan búningsherbergi strákanna (kannski vert að minnast á það að aðeins einn þeirra var hot)
7:30-21:15 setið á rassinum í græna herberginu.
21:15-21:20 trítlað baksviðs, rennt upp einum rennilási og hneppt tveimur skyrtuhnöppum.
21:20-22:30 setið á rassinum í græna herberginu
22:30-22:40 setið á óguðlega hörðum stól fyrir framan búningsherbergi strákanna
22:40-22:45 tékkað hvort allir búningar væru á sínum stað
22:45 FRELSI!

Eins og þið getið kannski giskað á var þetta mesta tímasóun í geimi!

Á milli æsispennandi vakta í búningadeildinni hafði ég samt tíma til að leika í stuttmynd. Mjög pretensious og asnalegri stuttmynd...engu engu að síður er það mjög gaman.

Núna á fimmtudaginn er svo hinn alameríski hátíðisdagur Thanksgiving. Ég og sambýlismaður minn erum á leiðinni til hins vel hljómandi Sugarland með amerískum bekkjarfélaga okkar sem við þekkjum eiginlega ekki neitt...það verður áhugavert! Annars er mér alveg sama hvernig verður,ég er svo guðslifandi fegin að komast burt úr Nac.

Það þarf vart að minna alla alvöru vini mína á það að næsta föstudag er stór dagur sem verður haldinn hátíðlegur um allan heim...afmælið mitt!! Ég krossa fingurna og vona að ég fái loksins fílinn sem ég er búin að biðja um í mörg ár. Skellið honum bara í ábyrgðarpóst.

Tveim vikum eftir að við komum til baka eftir Thanksgiving fríið brestur jólafríið loks á. Þá liggur leið mín beint til LA þar sem ég mun syngja hið ódauðlega lag Bran Van 3000 Drinking in LA stanslaust til 22. des þegar ég mun fljúga á vit Disneylands í Orlando að hitta familíuna. Ég hlakka rosalega til, þó að ég muni sakna jólanna á Íslandi. En maður getur ekki alveg neitað fríu fari til Flórída tvisvar er það nokkuð?

Því miður verð ég víst að snúa aftur til Texas heilum 10 dögum áður en nokkur annar gerir það. Ég sé fram á að ég haldið í hefðina og verði full að borða kakkalakka eins og ég geri venjulega þegar ég er skilin eftir ein í útlöndum....