föstudagur, desember 23, 2005

Ég hef ákveðið að snúast gegn öllu jólahatrinu og gerast mesta jólabarn í heimi.

JEEEIIII!!!! JIIBBBÍÍÍ!!! WOOOOO!!! Það eru að koma jól!!!!!! GAMAN GAMAN!!!!!!


Eugh, nú er ég búin að koma þessu frá mér og get orðið bitur aftur.
Jólabitur samt.

laugardagur, desember 17, 2005

Ojæja

Eftirfarandi samtal átti ég í vinnunni í dag:

Ég: "Trallala trallalí..."
Hann: "Eh...hérna...þegar þú sópaðir gólfið í gær, fannstu þá nokkuð keðjusög?"
É: Hehehehe...ha?
H: Keðjusög?"
É: "Jú reyndar" *nær í keðjusögina* "gjössovel"
H: "Takk"

Absúrt.

Eitthvað annað svona drasl sem er að tröllríða bloggum núna. Ég er svo mikil hópsál að ég verð að vera með:


Póstaðu í kommentin og ...

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig
3. Ég segi þér hvaða bragð/matur minnir mig á þig
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér eða þá eftirminnilegustu
5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt fyrir mér lengi um þig
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!


drasl...

miðvikudagur, desember 14, 2005

Fjandmaður fólksins

Erkióvinur minn er kominn aftur.
Hann er gamall, lítill karl í rauðum flauelsfötum sem hefur aðsetur sitt á Gráa kettinum. Þegar ég mæti í vinnuna glottir hann plastglottinu sínu og býst til að gera daginn minn ömurlegan. Þegar einhver grunlaus viðskiptavinur ýtir við honum byrjar hann að skaka sig eins og fimm dollara hóra og rekur upp skaðræðisöskur eins og stunginn krakkfíkill á milli þess sem hann gaular um það hvað jólin séu frábær. Ég reyti hár mitt af pirringi.

Rokksveinki, þessi bær er ekki nógu stór fyrir okkur bæði.

fimmtudagur, desember 08, 2005

Eymd og vesöld

Ég var að horfa á sjónvarpið í gær. Þar sá ég, á einhverjum 3-4 tímum, tvo barnaníðinga, táningsstelpu nauðgað, tvo menn skjóta sig í hausinn og lækna sem döðruðu yfir deyjandi sjúklingum sínum. Er heimurinn virkilega orðinn svona firrtur? Finnst okkur þetta virkilega vera skemmtun? Maður getur ekki annað en örvænt.

Fór í prufu í nýju vinnuna mína í kvöld á veitingastað hér í borg. Eina vandamálið var það að ég er búin að vera veik í þrjá daga. Þannig að ég var þarna hóstandi yfir viðskiptavinina, hnerrandi oní matinn og fékk þar að auki alveg heiftarlega í magann, þannig að mest allt kvöldið satt ég vælandi í keng á stól. Frábært first impression!!

Ég týndi svolitlu sem var mér mikilvægt. Andsk...!!!

Kudos til Más fyrir að sjá mér fyrir skemmtiefni svo ég þurfi ekki að hugsa um að skrifa kannski einhverjar ritgerðir. Eða eitthvað....

fimmtudagur, desember 01, 2005

Æj það er einhver að kitla mig!

Djöfuls forvitni í fólki alltaf hreint! Tek það fram að hlutirnir eru ekki í neinni sérstakri röð. Jæja þá:

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

1) Fara til New Orleans (þegar það verður búið að byggja hana upp aftur)
2) Læra samkvæmisdansa
3) Læra að lesa hugsanir
4) Taka þátt í söngleik (eða finna upp vél sem breytir lífinu í söngleik)
5) Borða kengúru
6) Læra að kunna að meta ógeðslega listrænar kvikmyndir
7) Drekka bjór


7 hlutir sem ég get gert:

1) Lesið
2) Munað hvað allir sem ég hef nokkurn tíma hitt heita (þetta getur verið bölvun)
3) Fríkað flesta út með sorahugsunum mínum
4) Blásið eldi
5) Tengt Playstation tölvuna mína alveg sjálf
6) Klárað Mario Bros með lokuð augun
7) Drukkið bjór

7 hlutir sem ég get ekki gert:

1) Mætt vel í skólann
2) Beyglað á mér þumalputtana eins og eitthvað frík
3) Sofið á nóttunni
4) Fílað elektró
5) Hegðað mér eins og eðlileg manneskja á viðkvæmum augnablikum
6) Flókna hluti með puttunum (písmerki, fokkmerki o.s.frv.)
7) Hætt að drekka bjór

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:

1) Útgeislun
2) Bros
3) Fallegur háls
4) Húmor
5) Hæfileikar
6) Greind
7) Bjórdrykkjuhæfni

7 frægir karlmenn sem heilla mig:

1) Jake Gyllenhaal
2) Johnny Depp (auðvitað)
3) Gael Garcia Bernal
4) Elijah Wood
5) Jared Leto (en bara sem Jordan Catalano auðvitað)
6) Gerard Butler
7) Hugh Jackson

7 frasar sem ég nota oftast:

1) "Getur einhver lánað mér pening" (sérstaklega mikið notað undanfarið)
2) "Dude!" (því miður)
3) "OMG" (tvöfalt því miður)
4) "Ég er ekki lesbía!!"
5) "Er Empire-ið mitt komið?"
6) "Ha neinei ég var ekkert sofandi"
7) "Einn stóran bjór takk"

Úff búið. Sigrún frænka, Lára, Inga,Sibba, Már og Darbó, þið eruð hérmeð kitluð!!