mánudagur, júní 20, 2005

Blogggubb

Ég veit, ég veit....ég er ömurlegasti bloggari í heimi, jafnvel geimi!! En sannleikurinn er bara sá að ég hef varla snert tölvu í rúman mánuð....ótrúlegt en satt. Ég skil ekki sjálf hvernig ég hef komist af allan þennan tíma án míns daglega skammts af slúðri. En nú skal bætt úr þessu! ýmislegt hefur nú drifið á daga mína síðan síðast, (lendir einhver annar í því að vilja alltaf skrifa ýmislegt, ímyslegt?) ég er búin að vera einstaklega dugleg að sækja hina ýmsu menningarviðburði s.s. leik- og bíósýningar og hér kemur smá listi yfir það sem ég hef séð af því að listar eru skemmtilegir:

1) Þú veist hvernig þetta er: Sýning Stúdentaleikhússins sem var valin besta áhugaleiksýningin í ár. Frábær skemmtun og mikil synd að aðeins skuli hafa verið tvær sýningar. Ópólitískasta manneskja í heimi= ég kom meira að segja út full af pælingum um ástandið á Íslandi í dag (landinu sko, ekki þættinum) Skemmtileg uppsetning og allir stóðu sig með prýði. Plús það var fullt af berum rössum sem er alltaf skemmtilegt.

2) Rambó 7: Úff! Ef ykkur finnst gott að láta nauðga ykkur á sálinni, farið á þessa sýningu. Eina skiptið sem ég hef alvarlega verið að hugsa um að ganga út í hléi. Hávaði og læti, allt of mikið af brotnum húsgögnum og motherfukki. Ég varð fyrir sérstaklega miklum vonbrigðum þar sem þetta voru Vesturportskrakkarnir sem mér finnst hingað til hafa verið að gera frábæra hluti fyrir íslenskt leiklistarlíf. Strike one fyrir þau...

3) Cirkus Cirkör, 99% unknown: Ef ykkur finnst ekki gaman í sirkus er eitthvað að í sálarlífi ykkar...nakinn maður í handahlaupum kórónaði síðan allt saman :D

4) Der Üntergang: Must see fyrir alla.

5) Batman Begins: Jei Batman er aftur orðinn kúl!!

Ég er líka búin að vera ansi dugleg við að skreppa í svona smá ferðalög. Fór t.d. í hvalaskoðun og sá engan hval. Það toppar síðustu hvalaskoðunarferð þar sem ég sá í bakið á tveimur.... Svo fór ég einn sólríkan sunnudagsmorgun í bíltúr með Auði til Hveragerðis til að fá okkur Rómantíska hamborgara á Kaffi Kidda Rót. Við vorum reyndar orðnar frekar efins með það að þetta væri til í alvörunni þar sem enginn virtist hafa séð auglýsingarnar nema við, en þetta reyndist þó eiga sér stoð í raunveruleikanum og við gæddum okkur sáttar á hamborgurum sem hefðu samt alveg mátt vera aðeins rómantískari, fyrst maður var nú að leggja á sig allt þetta ferðalag. Næst á dagskrá er síðan að fara aðra ferð til Hveragerðis og fá okkur Brjálaðar pizzur...

Ég er líka með spennandi fréttir af húsnæðismálum mínum en veit ekki alveg hvort ég megi tilkynna þær opinberlega strax, so watch this space...

Ónefnd vinkona mín virðist vera farin að taka upp á því að hözla vini mína í röðum...undarlegt, ég hlýt að eiga svona sæta vini. En eins og sagt er: sækjast sér um líkir. Ekki satt? ha?? krakkar??? bíðiði krakkar.....!!!!